Beint í efni

Hundurinn sem þráði að verða frægur

Hundurinn sem þráði að verða frægur
Höfundur
Guðbergur Bergsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Barnabækur

Myndir: Halldór Baldursson.

Um bókina:

Hundur sem hefur mátt muna sin fífil fegurri þráir að ná athygli húsbænda sinna á ný og hann tekur stefnuna á frægðina. En leiðin á toppinn er ekki einungis ærslafull, heldur þyrnum stráð. Þannig lærir hundurinn ekki aðeins eitt og annað um sjálfan sig og hin dýrin í sveitinni heldur einnig talsvert um mannfólkið. 

Úr Hundurinn sem þráði að verða frægur:

Hundurinn fær skammir en lætur ekkert á sig fá Þegar hundurinn hafði ákveðið að verða vinsælasti hundur í heimi byrjaði hann að sniglast í kringum heimilisfólkið til að ná vinsældum þess. Fyrst reyndi hann að sýna vinahót. Það bar engan árangur. Húsbændurnir fussuðu og sögðu: Vertu ekki alltaf utan í okkur! Þá datt honum í hug að sýna skemmtiatriði, viss um að þau leiddu örugglega til vinsælda. Hvaða fíflalæti eru hlaupin í rakkann? spurði konan þegar hann settist fyrir framan hana, glennti upp skoltinn, lét tunguna lafa og lyfti loppunni. Konan fussaði og hafði nóg með húsverkin og það að hugsa um dótturina sem grenjaði oft til að fá umhyggju hennar. Grenjið hafði meiri áhrif en gleðilæti hundsins. Þá reyndi hann við bóndann úti í hesthúsi og bjóst við að hann klappaði honum. Bóndinn lét sem hann tæki ekki eftir neinu svo hundurinn reyndi að væla eins og telpan. Það gerði illt verra. Konan hætti að hleypa honum inn í húsið og sagði byrst þegar hún fór út og sá hann liggja á tröppunum: Burt frá löppunum á mér! Það eina sem hundurinn hafði upp úr krafsinu var að öllum þótti hann óþolandi. Maður gæti haldið að fjandinn hefði hlaupið í kvikindið, sagði bóndinn. Engu að síður gafst hundurinn ekki upp. Þetta var þrálátt dýr sem hafði tekið ákvörðun og reyndi að fá sínu framgengt hvað sem það kostaði. Hann trúði að sannur hundur léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna og ákvað að láta skammirnar ekki hafa nein áhrif á sig. Þrjóskan jókst og hann reyndi að koma sér betur í mjúkinn eftir því sem oftar var sparkað í hann. Bráðum hafði hann lært listina að standa á framlöppunum og sparka afturlöppunum aftur fyrir sig og veifa skottinu. Yfirleitt geta hundar þetta ekki en þessi æfði sig þangað til hann gat það leikandi. Eina nótt komst hann inn um opinn glugga og sleikti hjónin sem sváfu í rúminu. Konan rauk upp með andfælum og kallaði: Draugur! (s. 8-9)

Fleira eftir sama höfund

The Swan

Lesa meira

Hafa kvennabókmenntir sérstöðu?

Lesa meira

Gagnrýni á gagnrýnina

Lesa meira

Hugsanabókin. Sjötíu hugsanir

Lesa meira

Trúin, ástin og efinn : minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar

Lesa meira

Guðbergur Bergsson; metsölubók

Lesa meira

Stígar

Lesa meira

Tomas Jonsson : bestseller

Lesa meira

Tómas Jónsson, metsölubók

Lesa meira