Guðrún Hannesdóttir: Saga og myndskreyting.
Úr bókinni:
En viti menn! Um nóttina meðan
þau sváfu hafði einhver komið
með krossgötur á bakinu, lagt þær
á jörðina og stungið svo niður
vegvísi sem gerði fuglinn alveg
tjúllaðan. Hann hljóp fram og aftur
í hávaðarifrildi við sjálfan sig um
hvaða leið væri best og var ekki
við mælandi.