Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2011.
Úr Í klóm dalalæðunnar:
Í dagbók afa
lýsir hann heimför
í október 1922
Í rökkrinu risu upp
eldblossar í suðri
Auðséð eldgos og
það allstórkostlegt
Eldbjarma sló
á allan suðurhimininn
í stærstu gosunum
en stundum
leiftruðu þau
einsog flugeldar
hátt í loft upp
Með eldblikið í
gleraugunum
gekk hann heim
og bjó til son
(s. 44).