Beint í efni

kallfæri

kallfæri
Höfundur
Guðrún Hannesdóttir
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín.

Úr bókinni

hæll

ég reyni fyrst að brjóta ísinn
með hnefanum
olnboganum
hegg svo niður
hælnum

dreg andann léttar og
get farið að róta í hrönglinu

sé strax flugbeitta flís sem dugar
til að skera á tunguhaftið

augnablikin eru ekki lengur
læst í ísnum

þau streyma fram eins og skærblár logi
lifandi blóð


fræ

flest þeirra eru fokin
út í veður og vind

þegar maður horfir á biðukollur
svona nálægt
eru þær beinlínis spaugilegar
hálfberir kollar þeirra minna á kinnar
fullar af lofti sem búa sig undir
að blása í trompet

en ekkert hljóð berst út um vellina
það eru smátrompetarnir
sem svífa!

básúna gleði sína
             berast með vindinum
                         nema nýja staði

sumir fagnaðarsöngvar eru svo hljóðlátir
að enginn verður þeirra var


gullgerðarlist

fimm mælikönnur úr tini
standa í gluggakistunni bísperrtar tómar
líkt og þeirra bíði magnbundið vandaverk

ég hef raðað þeim í rétta röð eftir stærð
það beinir athyglinni að meintri skilvirkni þeirra
en þar lauk rökhugsun minni og hugarórar tóku við

á vetrum fyllti ég þær ljúfum fuglasöng
oft ímynduðum svefni af ólíkri tegund og dýpt
draumnum tærari nokkru vatni og sjaldgæfri lifandi náð

en í dag er rúðan sprungin blóðstorkin rykug
sumar könnurnar fullar af blóði aðrar oltnar um koll
allar steyptar í sama hvikula svikula málm

upplagðar til að mæla ómælisdjúp
hvaða hryllings og sorgar sem er

Fleira eftir sama höfund

Sagan af skessunni sem leiddist

Lesa meira

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn

Lesa meira

Staðir

Lesa meira

Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Fléttur

Lesa meira

Risinn þjófótti og skyrfjallið

Lesa meira

Einhyrningurinn

Lesa meira