Beint í efni

Kasia og Magdalena

Kasia og Magdalena
Höfundur
Hildur Knútsdóttir
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Unglingabækur

Um bókina

Magdalena er í haldi lögreglu, ötuð blóði. Tveir menn létu lífið á heimili hennar fyrr um kvöldið, að því er virðist með voveiflegum hætti. Í yfirheyrslum gefur Magdalena lítið upp um atburði kvöldsins því lögreglan má alls ekki komast að því að hún var ekki sú eina sem slapp lifandi út úr íbúðinni.

Magdalena hefur verið undir eftirliti Barnaverndarnefndar stærstan hluta ævinnar og dvalið á ótal fósturheimilum. Mamma hennar glímir við fíkn og þótt hún hafi ævinlega gert sitt besta hefur það ekki alltaf verið nóg. Undanfarin ár hafa þær mæðgur þó búið saman og lífið verið býsna gott, en nú virðist mamma hennar vera að missa fótanna aftur. Þegar Magdalena verður ástfangin af Kasiu finnur hún loks öryggið sem hana hefur alltaf skort. Þess vegna lætur hún allar vísbendingar um skuggalega fortíð hennar sem vind um eyrun þjóta.

Úr bókinni

  Tvær vikur án Kasiu. Hvernig átti Magdalena að lifa það af? Fimmtán nætur þar sem hún yrði að sofa ein. Það var óhugsandi. Henni myndi ekki koma dúr á auga.

  Í fyrstu hafði hún vonað að Kasia myndi ákveða að koma fyrr heim og verja að minnsta kosti áramótunum með henni. Þegar það virtist ekki ætla að verða raunin vonaði hún í nokkra daga að Kasia myndi kannski bjóða henni að koma með sér. En svo datt henni í hug að amma Kasiu hefði kannski ekki mikið pláss, verandi einstæð verkakona - og svo áttaði Magdalena sig á því að hún gæti auðvitað ekki yfirgefið mömmu sína þótt henni hefði verið boðið. Heiðdís var kannski ekkert sérstakt jólabarn en allir sem vissu eitthvað um fíkn vissu að jólin voru erfiður tími. Og Magdalena vildi styðja mömmu sína. Það kom auðvitað ekki til greina að yfirgefa hana. Hún var enn brothætt. Ástandið var viðkvæmt.

  En það hefði samt verið gaman ef Kasia hefði boðið henni með. Var kannski eitthvað þarna fyrir vestan sem Kasia vildi ekki að Magdalena sæi? Eitthvað úr fyrra lífi sem hún vildi helst gleyma? Magdalena vissi að Kasiu hafði ekki liðið vel þarna á fámenninu og myrkrinu í djúpum firðinum. Hún hafði drifið sig suður um leið og hún gat. Og Magdalenu kom svo sem ekkert við hvað hafði gerst þar. Þótt hún iðaði í skinninu að vita allt sem hún gat um Kasiu þá mátti Kasia auðvitað eiga einhver leyndarmál. Allir áttu rétt á að byrja upp á nýtt. Allir áttu rétt á því að láta fortíðina ekki skilgeina sig. Það vissi Magdalena manna best.

s. 87-88

Fleira eftir sama höfund

Doddi: ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Doddi: bók sannleikans!

Lesa meira

Vetrarfrí

Lesa meira
Urðarhvarf kápa

Urðarhvarf

Eik tilheyrir hópi af sjálfboðaliðum sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í öruggt skjól. Þegar þau frétta af læðu og kettlingum í steinhleðslu við Urðarhvarf er rokið af stað með fellibúr og hitamyndavél. En við Urðarhvarf birtist skepna sem Eik var búin að telja sjálfri sér trú um að hefði bara verið ímyndun.
Lesa meira

Spádómurinn

Lesa meira

Sláttur

Lesa meira