Voðaverk í vesturbænum
Lesa meiraHver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir illa meiddan í hjólageymslu fjölbýlishúss við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma.Skuld: Handan hulunnar
Lesa meiraHandan hulunnar er bókaflokkur sem hófst með bókinni Víghólar. Í Skuld ráðast örlög Bergrúnar og Brár.. . Miklar hamfarir eru í uppsiglingu. Himinninn yfir Íslandi leiftrar og undarlegir sviptistormar geisa. Á bak við tjöldin ríkir glundroði og líkin hrannast upp.Krydd lífsins
Lesa meiraKrydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til Helsinki. Sjaldnast er allt sem sýnist og hvaðeina getur umturnast eða afhjúpast í sviphendingu.. .Leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar
Lesa meiraÖll helstu leikrit Ólafs Hauks birtast hér í einni bók, samtals 18 verk frá löngum ferli hans.Sokkalabbarnir: Grændís, græn af öfund
Lesa meiraSokkalabbarnir búa á eldfjallaeyju og það er byrjað að gjósa í stóra fjallinu! Sokkarnir föndra og teikna sín eigin eldföll en Grændísi líður eins og eldfjallið hans Blúsa sé miklu flottara en hennar eigið.Spegill íslenskrar fyndni
Lesa meiraÍslensk fyndni kom út um miðbik 20. aldar. Á seinni árum hafa margir efast um að rit þetta sé í raun og veru fyndið. Fræðileg úttekt Þórunnar Valdimarsdóttur á ritinu er greining á meintum gamanmálum og rannsókn á íslenskri menningu.Þú ringlaði karlmaður : Tilraun til kerfisuppfærslu
Lesa meiraHöfundur gerir hér upp karlmennskuhugmyndir mótunaráranna um leið og hann mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.Náttúruvá : Ógnir, varnir og viðbrögð
Lesa meiraMargvísleg náttúruvá hefur sannarlega fylgt landsmönnum frá upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað, meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga og auknum ágangi á landið. Eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll, flóð og gróðureldar hafa verið efst á baugi síðustu árin og höggin stundum fallið óþarflega nærri okkur.