Beint í efni

Fimm ljóð

Fimm ljóð
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2025
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Fimm ljóð úr smiðju verðlaunahöfundarins, Ísfirðingsins og nýhil-skáldsins Eiríks Arnar Norðdahl. Hér tekst skáldið á við nærumhverfi sitt síðustu fjörutíu ár; borgir og náttúru, sjoppur og pylsur, föðurhlutverkið og tímann.

Úr bókinni

Ef gægst er undir borgirnar,
steypan og malbikið skafin ofan af
einsog tíminn, einsog löguleg blómabeðin,
einsog bókasöfnin og leikvellirnir,
allt flokkað og fjarlægt,
blasir við sveit og ef flett er ofan af sveitinni
óspjölluð náttúra, óflekkuð, saklaus
eða í öllu falli ósakhæf og
aldrei snert af neinu nema sjálfri sér,
aldrei rædd, aldrei séð, aldrei lýst, aldrei mæld,
bara þessi linnulausa grimmd
sem verður að hylja með gatnamótum,
gleri og gangandi vegfarendum
með derhúfur, bindi og borða í hárinu
á leiðinni eitthvað
út í bláinn
að elska heitt.

 

Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira

Móðurlaus Brooklyn

Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira