Beint í efni

Sommerlicht, und dann kommt die Nacht

Sommerlicht, und dann kommt die Nacht
Höfundur
Jón Kalman Stefánsson
Útgefandi
Reclam
Staður
Ár
2011
Flokkur
Þýðingar á þýsku

Skáldsagan Sumarljós, og svo kemur nóttin í þýskri þýðingu Karl-Ludwig Wetzig.

Sommerlicht, und dann kommt die Nacht - eða Sumarljós, og svo kemur nóttin, er bók mánaðarins á hinum virta vinsældalista þýskra gagnrýenda, Bestenliste. Aðeins er vitað til þess að einn íslenskur höfundur hafi áður vermt sæti á þessum virðulega lista.

Það er ekki bara heiður og upphefð að komast inn á þennan virðulega lista, heldur hefur það í för með sér þær veraldlegu afleiðingar að bókunum er stillt fram í helstu bókaverslunum og fá þannig verðskuldaða - og afar eftirsótta - athygli. Bækur Jóns Kalmans hafa heillað Þjóðverja til þessa, þeir tóku vel við trílógíunni Sumarið bakvið brekkuna, Skurðir í rigningu og Birtan á fjöllunum, heilluðust af Ýmislegt um risafurur og tímann - og nú er það Sommerlicht.

Sumarljósin hlutu hin íslensku bókmenntaverðlaun árið 2005 - og leikhúsmennirnir Hilmar Jónsson og Jón Atli Jónasson sitja nú við og leikgera bókina fyrir Þjóðleikhúsið, en Sumarljósin verða jólasýning leikhússins í ár. 

Fleira eftir sama höfund

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju

Lesa meira

Das Knistern in den Sternen

Lesa meira

Birtan á fjöllunum

Lesa meira

Charles Bukowski

Lesa meira

Sommarljus och sen kommer natten

Lesa meira

Harmur englanna

Lesa meira

Smásögur í Wortlaut Island

Lesa meira

Himnaríki og helvíti

Lesa meira

Sumarljós og svo kemur nóttin

Lesa meira