Ljóðin Þangmenn, Út á lífið út á lífið, Kyngt sé niður , Limbóið, Rauðvik og Snagi fyrir kjöt.
Sölvi Björn Sigurðsson valdi ljóðin í safninu og ritaði formála.
Kyngt sé niður
góður dagur birtan skær hiti og trén þyrlast
í streymi upp til himins þök húsanna titra
við hlátur fólks á gólfum og hjólandi löppum
í loft fyllast vöðvar blóði og barmar þrútna
á börum fæðast hvirfilbylir í glösum og vileygðir
menn í spegla bakvið flöskur stara þægilegum doða í
portum bakvið húsin plastpokar snúast í hringi og
þenjast og það byrjar að flissa vatn sýður
og kaltar hvína það brosandi blæðandi holdi tanna
steypist marblettum og þaklúgum er upp kastað
fjöllin klifin það klórar úr sér augun veltir sér
fram af brúnum eða krýpur í auðmýkt hnýtandi
saman fingrum og taugum þegar skuggarnir lyftast og
holið að baki blámanum þenst og nóttin
kemur skyndilega eins og kyngt sé niður
(80)