Beint í efni

Lukka: 07.10.13 - 07.10.14

Lukka: 07.10.13 - 07.10.14
Höfundur
Hallgrímur Helgason
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Ljóð

Úr Lukku

Smáfuglahópur í fallegum sveig
framhjá hárri blokkinni
og fyrir þá næstu

Birtast svo aftur og stilla sér upp
á ljósastaur allir saman

Lúta goggi

Glæsilegt atriði í söngleik
sem drepinn var af gagnrýnendum
en fer þó fram í uppljómuðu leikhúsi
við Shaftesbury Avenue í London
og bara við tvö í salnum

Við klöppum ekki
og þeir tygja sig baksviðs

---

Sólin er sein á fætur
þennan daginn

Birtist rétt fyrir hádegi
og breytir hélu í dögg
vetri í sumar

Hinsta brosið á banasæng

Dauft en þó dýrast allra

(26-7)

Fleira eftir sama höfund

Höfundur Íslands

Lesa meira

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

Lesa meira

Stormland

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Stormland

Lesa meira

Islands forfatter

Lesa meira

Three movies away from New York : Reykjavík, isolated yet international

Lesa meira

Málverk en þó ekki. Viðtal við Gerwald Rockenscaub.

Lesa meira