Æviágrip
Oddný Eir Ævarsdóttir er fædd árið 1972 í Reykjavík. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan meistaraprófi í stjórnmálaheimspeki árið 2000. Þá stundaði hún doktorsnám í París í fimm ár og lauk DEA prófi frá Sorbonne-háskóla með ritgerð sinni um pólitíska þýðingu skjalasafnsins.
Oddný Eir hefur stundað rannsóknir á íslenskum safna- og minjavettvangi og barist fyrir náttúruvernd og nýsköpun í samvinnu við söngkonuna Björk. Þá vann hún einnig með Björk í tengslum við verkefni hennar Biophilia, meðal annars að textagerð. Oddný hefur unnið í samstarfi við myndlistarmenn við sýningarstjórn og skrif, þar á meðal bróður sínum Ugga Ævarssyni, en saman ráku þau sýningarrýmið Dandruff Space í New York og saman gefa þau út skáldskap hjá bókverkaútgáfunni Apaflösu. Oddný Eir hefur verið virk á íslenskum menningarvettvangi síðustu ár, hún hefur ritstýrt þremur myndlistabókum og starfað sem ritstjóri vefsins Náttúra.info, haldið fyrirlestra og kennt reglulega í Listaháskólanum.
Oddný sendi frá sér ljóðabókina snjór piss hár árið 2000, en sú kom út ásamt fjórum öðrum smábókum í öskju frá Apaflösu. Fyrsta skáldsaga Oddnýjar, Opnun kryppunnar, kom út árið 2004. Í kjölfarið hefur hún sent frá sér ýmiskonar prósaverk og fjórar skáldsögur, síðast Undirferli: yfirheyrsla árið 2017.
Jarðnæði var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, árið 2012. Heim til míns hjarta var tilnefnd til menningarverðlauna DV árið 2009.
Oddný Eir býr í Reykjavík.
Útgefandi: Bjartur.
Frá höfundi
Frá Oddnýju Eir Ævarsdóttur
Það voru ekki nema nokkrir mánuðir í skil á handritinu en ég hafði tekið að mér að skrifa grein um myndlist fyrir eitt höfuðsafnanna og leið eins og ég gæti hvorugt því heilinn var á báðum stöðum samtímis, í stóra handritinu og svo í smátextanum sem þó var nú ekki svo smár. Ég bölvaði honum í sand og ösku og dró lappirnar, gat ekki hugsað mér að fara alveg inn í texta sem var að tefja mig í að ljúka við uppskriftir á handritinu sem átti að verða að heilli bók. En ákvað svo að snúa því mér í vil; nota skrifin á hinum erfiða smátexta sem æfingu í nálgun; ef mér tækist að búa til nýja aðferð við að koma frá mér hugmyndum skrifandi gæti ég hugsanlega nýtt mér þá aðferð við endurskrifin á stóra textanum. Ég ákvað að prenta út allar skissurnar, tilraunirnar, uppköstin og raða þeim í kringum mig, setja Schubert á fóninn, rétta sónötu miðað við vikudag og spreyja á mig áleitnum ilmi, handskrifa svo með mjúkum en oddhvössum tússpenna á pappírsrúllu. Segja sem svo við mig sjálfa að ég mætti ekki eiga neitt við orðin eftir á, ekki klippa, líma eða grautast. Búin að gera mikið af því fagnandi tölvutækninni og nýta mér klipptæknina til hins ítrasta. Þá þarf að fara til baka inn í uppsprettuna. Stórt glas af gallsúrri mysu og svo af stað. Og eins gott að ekkert trufli því hugsunin og óhugsunin er í sérstökum takti, eins og þegar maður þarf að koma einhverjum tilfinningalega flóknum atburði lífsins fyrir í einni dagbókarfærslu og skrifar því hratt og tengir ósjálfrátt en er um leið með hugann aðeins á undan setningunum svo spennan sé rétt, svo það sé einhver uppbygging, ekki endilega lógík eða narratíf framvinda en þó einhver tenging sem gefur manni tilfinningu fyrir því að eitthvað byggist upp í hugsuninni eða hjartanu. Mér varð svo illt í höndinni, skrifaði svo fast, það er gamall ósiður, og rúllan afrúllaðist niður á gólf. Komst ekki lengra í bili, sónatan búin að rúlla í tíu hringi endurspilunar.
Þá er næsta áskorun: að aftengast ekki textanum og hafna honum án þess að lesa hann. Að þvinga sig til að lesa hann yfir. Og þá má helst ekki nema hálf nótt líða. Maður segir sér að með morgunkaffinu muni maður slá inn á tölvu og engu breyta. Þá sé það komið, maður verði bara að standa og falla með þessum texta, þótt lélegur sé, raunar stórgallaður, en þetta sé aðferðin, ég hafi gert samning við mig um nýja nálgun. Nógu þreyttur að morgni nær maður að skrifa inn textann án þess að dæma hann til dauða, er eins og hver annar skrifari að endurskrifa handrit. En eins og skrifararnir byrjar maður strax að krota á spássíuna á útprentuðum textanum. Og teikna örvar til að sýna hvernig eigi að flytja eina málsgrein til. Stroka út. Ætlar svo rétt að henda inn þeim lagfæringum og skila svo textanum. En dagarnir líða og kannski ekki fyrr en í tuttugustu og fyrstu yfirferð að mann rétt grunar um hvað maður er eiginlega að skrifa. Og langar þá til að byrja upp á nýtt. En vegna tímapressunar ákveður maður að reyna heldur að skrifa skýrari merkingu inn í þennan hroða. Þar til prentsmiðjan er farin í gang og allir farnir á taugum í kringum mann. Eins og ég get verið óróleg yfir því að trufla aðra og vera ókurteis, ganga yfir annarra mörk og misvirða tímann þá er bara eins og ég verði ósvífnari með hverjum textanum þegar kemur að skilum. Fæ mér annað mysuglas í rólegheitum, lít yfir á rúlluna, ýti við henni á gólfinu með tánni og finnst eins og hálftími hafi liðið síðan ég byrjaði. En heilinn er um leið aðeins á undan og veit að það er alltof langur tími liðinn og fáránlegt raunar að textinn skuli þó ekki vera orðinn merkingarbærari eftir allan þennan tíma.
Þetta er lýsing á einni aðferð, tæknileg lýsing. En það hvernig hugsunin eða merkingin verður til í huganum og hvernig hugsunin í einhverju verki þjappast inn í mann smám saman, því get ég ekki lýst. En held ég geti sagt að mér finnist betra að láta þjappast vel áður en ég tek fram pennann. Þangað til má maður alveg tappa aðeins af þjöppunni og punkta hjá sér. En að vinna úr öllum þeim punktum í ótal glósubókum það er þraut. Þjáning. Nema á réttu augnabliki, þegar maður er í glósustuði. Ekki of dómharður, bara fagnar þessum brotakenndu hugsunum sem hafa skrifað sig með hrafnasparki. Í upphafi er hrafnaspark og líka í lokin þegar maður afhendir textann þá sparkar maður á eftir honum mold, eða eru það hundar sem sparka út í loftið á eftir skít sínum, málamyndakrafs, kveðja með stæl og láta sig svo hverfa inn í svarthol eða hundabæli, hrafnalaup eða hvað við getum kallað það rými sem hugurinn hverfur inn í áður en hann nálgast næsta texta og telur sér trú um að nú sé aðferðin ný og nú verði farið miklu færri krókaleiðir, nú verði án tafar farið inn að kjarnanum.
Og varðandi innihald. Þá finnst mér best að hugsa í upphafi hverrar textagerðar: Hvað liggur mér helst á hjarta í þessu sambandi? Og reyna svo að nálgast það með orðunum. Eins ómögulegt og það nú er.
Oddný Eir Ævarsdóttir, mars 2013
Um höfund
Ástir, minningar og tungumál í verkum Oddnýjar Eirar Ævarsdóttir
Samræðan við fortíðina er rauður þráður í höfundarverki Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, þar sem höfundur varpar ítrekað ljósi á stöðu sína gagnvart söguefninu sem hún spinnur oftar en ekki úr sjálfsævisögulegum þráðum og minningarvefnaði fortíðarinnar. Hún gerir jafnframt ekki tilraun til að miðla ómengaðri mynd af fortíðinni, heldur leitast frekar við að miðla hvernig sú mynd blasir við henni og hvaða þýðingu hún hefur á ritunartíma verksins.
Fæðingarborgin og Opnun kryppunnar
Þessi samræða er áberandi í nýjasta verki Oddnýjar Fæðingarborginni: Bréfabók, sem kom út í 3. árgangi tímaritsins 10.05, árið 2015. Amma Oddnýjar gefur henni bréf sem faðir hennar, Ævar Kjartansson, sendi heim í sveitina þegar hann dvaldi sautján ára sem skiptinemi í Argentínu og Brasilíu, meðal annars í fæðingarborg sjálfs Che Guevara, Rosario. Oddný skrifar upp bréfin og sendir þau til föðurs síns, tæplega fjörutíu árum eftir dvöl hans. Í Fæðingarborginni fáum við samskipti þeirra feðgina í gegnum tölvupóst, þar sem þau ræða efni bréfanna, og faðir hennar lýsir því hversu skrýtið það sé „að sjá svona framan í sjálfan sig“ mörgum árum fyrr. Í kjölfarið áttar Oddný sig á hversu óskammfeilin þessi athöfn hennar er, að grafa upp tíma sem fyrir föður hennar var nánast gleymdur og mátti ef til vill vera það. En hún er viss í sinni sök, segir bréfin vera „dýrgripi“ og segist vera „sannfærð um að það sé þér [föðurnum] og okkur niðjunum til góðs að vita eitthvað um fortíðina.“ (xx)
[[{"fid":"4933","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Fæðingarborgin","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"2":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Fæðingarborgin","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Fæðingarborgin","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"2"}}]]
Síðar tekst henni að vekja áhuga föður síns á hans eigin sögu þegar hann uppgötvar hvernig hann hefur í seinni tíð haldið í minningu um þennan tíma sem reynist fölsk við nánari skoðun, og þannig gengið um í fjölda ára með ranga hugmynd um samskipti sín við skiptinemafjölskylduna. Þá veltir Oddný fyrir sér hver munurinn er á leynd og gleymsku; hvort það síðarnefnda sé í raun aðeins ómeðvituð leynd? Eins og fræðimenn á sviði menningarlegra minnisfræða hafa ítrekað bent á, hættir okkur til að einfalda hugtakið „gleymska“ í daglegu tali og tengja það umsvifalaust við eitthvað neikvætt. Gleymska reynist mun flóknara hugtak en svo og hefur ekki alltaf sama hlutverk; í vissum aðstæðum getur hún verið nauðsynleg á meðan hún getur í öðrum kringumstæðum verið beinlínis hættuleg.
Í Opnun kryppunnar sem kom út í svörtu línu Bjarts árið 2004, útskýrir Oddný hvernig virðingin fyrir fortíðinni hefur verið samofin uppeldi hennar og hún alin upp við mikilvægi þess að halda í gamla tímann. Hún lýsir því hvernig faðir hennar hafi keppst við að taka upp samtöl við dauðvona gamalmenni héðan og þaðan af landinu í von um að koma í veg fyrir að heilt safn munnlegrar geymdar hyrfi í gröfina. En Oddný er einnig meðvituð um mikilvægi gleymsku, sem er mun stærri þáttur í minni en við almennt gerum okkur grein fyrir – því um leið og við minnumst ákveðinna atburða, kjósum við að gleyma öðrum. Samræðan við fortíðina er forsenda varðveislu hennar og ef við grisjum ekki úr lendum við á villigötum. Oddný hvetur því lesendur til þess að opna kryppuna: „Eins og úlfaldar geymum við forða okkar, orðaforða og annan arf í herðakistlinum. Og ef við skoðum ekki í hann af og til og hendum jafnvel einhverju, þá getur hlaupið ofvöxtur í bak okkar“. (35)
[[{"fid":"2877","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Opnun kryppunnar","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"3":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Opnun kryppunnar","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Opnun kryppunnar","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"3"}}]]
Jarðnæði, Heim til míns hjarta og Ástarmeistarinn
Jarðnæði kom út árið 2011 og er að hálfu leyti ferðasaga þar sem höfundur leggst í ferðalög til að leita að hinu fullkomna búsetuformi. Það rúmar bæði skapandi vinnu og fjölskyldulíf, þar sem allir fá sitt rými til þess að gera tilraunir og þroskast, upplifa í senn nánd og næði. Þessi tvö hugtök verða að leiðarstefjum bókarinnar og uppspretta að hugleiðingum um samband manns við náttúru, samfélag og sína nánustu. Oddný heldur til Norður-Englands og skoðar vistarverur frægra höfunda á borð við William Woodsworth, sem og heimili Freuds í London, en innanlands fer hún ásamt ástmanni sínum í hringferð um landið. Þar verður ferðalagið í rúmi að ferðalagi í tíma, en Oddný heimsækir gömul ættmenni víðs vegar um landið til að heyra hvernig forfeðurnir lifðu á landinu, stunduðu smábúskap og beittu til þess handverki og tækni sem í samtímanum er horfin eða hefur verið leyst af hólmi með vélum og tækjabúnaði. Hér beitir höfundur samræðunni við fortíðina til að horfa fram á veg, finna lausnir fyrir nútímasamfélagið sem á ritunartíma verksins hefur efnahagslega verið keyrt í þrot, og til að leggja grunninn að baráttunni fyrir náttúruvernd.
[[{"fid":"2407","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Jarðnæði","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"4":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Jarðnæði","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Jarðnæði","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"4"}}]]
Samræðan við fortíðina endurspeglar áherslur höfundar á fræðasviðinu, en Oddný hefur stundað rannsóknir á minjamenningu og skrifað um pólitískt hlutverk skjalasafna. Þær rannsóknir koma reyndar ítrekað við sögu í skáldverkum hennar, ýmist með beinum hætti í formi fræðilegra hugleiðinga og vísana í kenningar fræðimanna, eða með óbeinum hætti í vali og meðferð á efninu.
Skáldverk hennar, fyrir utan skáldsöguna Ástarmeistarann sem kom út árið 2014, lúta ekki hefðbundnu skáldskaparformi heldur einkennast af samsuðu eða samslætti skáldskapar og sjálfsævisögulegra skrifa, þar sem höfundur tekst á við eigið líf og minningar, og vísar í fræðilegar kenningar og umræðu í leiðinni. Upprifjun fortíðar í Heim til míns hjarta, frá árinu 2009, er sett á svið með dramatískum og eftirminnilegum hætti. Í upphafi verksins er söguhetjan komin á heilsuhæli því hún er útbrunnin, getur hvorki elskað né stúderað lengur. Verkið ber undirtitilinn ilmskýrsla sem vísar til þeirrar meðferðar sem söguhetjan gengst undir en um leið í frásögnina sjálfa, því óhefðbundin aðferð hælisins byggist á að kafa í persónlegt minni söguhetjunnar, velta upp minningum hennar og skrá þær, og beitir til þess ólíkum ilmi. Til þess að fá bata þarf hún að leggja stund á ilmgerð; þefa af ákveðinni lykt og rifja upp tilfinningar og minningar henni tengdri, en oft er um sárar minningar að ræða sem hafa leitt til einhvers konars áfalls. Þá þarf hún að aftengja lyktina minningunni, og um leið að umbreyta hvoru tveggja, svo til verði ný lykt og önnur nálgun við minninguna. Aðferðin fæst við að samstilla hið líkamlega og andlega í gegnum taugakerfið en þar gegnir ilmurinn sem kveikir á lyktarskyninu lykilhlutverki. Ilmgerðin verður þannig að gullgerðarlist þar sem höfundur leitast við að „breyta drullu í gull“, eða að umbreyta sárum minningum í þroskandi lærdóm sem kemur í veg fyrir stöðnun og hvetja hana til að gefa aftur af sér.
Sem dæmi um umbreytingu lyktar og tilfinningar nefnir Oddný ilminn af kókós sem minnir hana á þá staðreynd að fyrrverandi elskhugi hennar kaus frekar að dvelja á suðrænni eyju en að koma og vera með henni á Íslandi. Til þess að geta notið aftur suðrænna ávexta verður hún að aftengja þá tilteknu lykt þeirri tilteknu ástarsorg.
[[{"fid":"2679","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"5":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"5"}}]]
Mitt í þessari umgjörð fáum við svo upprifjun á ástarsamböndum fortíðar: höfundur segir okkur frá því þegar kynvitund hennar vaknar í sveitinni eftir að hún kynnist ungum bónda af næsta bæ, frá aðvörunarorðum ömmu hennar sem trúir aðeins á eina ást og segir að sá sem elski marga verði geðveikur, frá eltihrelli í Búdapest sem spillir fyrir viðleitni hennar til samskipta við hitt kynið og veldur tráma í sálinni, og frá erfiðleikunum sem felast í því að elska á útlensku og á tungumáli sem maður hefur aðeins takmarkað vald yfir. Í lokin hittum við svo fyrir særðan hermann á heilsuhælinu sem kemur einnig fyrir í næsta verki Oddnýjar, Jarðnæði, en hefur þá umbreyst í fuglafræðinginn Fugla. Þar taka þau Oddný upp ástarsamband og leita sér að bústað sem hentar lifnaðarháttum þeirra. Þessar frásagnir og minningar koma einnig við sögu í öðrum verkum og endurspegla hversu óþrjótandi rannsóknarefni ástin er í höfundarverki Oddnýjar, sem kristallast í titli skáldsögunnar Ástarmeistaranum. En sá titill kallast reyndar á við orð persnesks vinar hennar í öðru verki á öðrum stað: „Ástin er meistarinn, af henni lærum við að lifa. Í eldi hennar eimum við hjarta okkar og umbreytum ástríðum þess.“ (Heim til míns hjarta, bls. 29)
Hin eldheita, lostafulla ást milli elskenda er Oddnýju ekki aðeins hugleikin, heldur einnig ástarsambandið við hennar nánustu: fjölskylduna, móður og föður, og ekki síst bróður. Þau systkinin eru afar náin og í Jarðnæði, þar sem sambandið við bróðurinn er þungamiðja frásagnarinnar í fyrri hluta frásagnarinnar, veltir hún því fyrir sér hvort það sé jafnvel of náið. Á þann hátt að það skaði samband hennar við aðra karlmenn eða elskhuga því nándin við þá stenst ekki samanburð við skilyrðislausu systkinaástina sem hefur fengið að vaxa og dafna frá fæðingu bróðurins og fram á fullorðinsár. Í verkunum rifjar Oddný upp minningar úr æsku þeirra systkina, bæði í uppeldinu heima hjá mömmu þeirra og pabba, en einnig í sveitinni hjá ömmu og afa. Í Jarðnæði skapa þær minningar grundvöll fyrir hugleiðingar um framtíðarbúsetu hennar sjálfrar, og hvaða form hún vilji skapa utan um sína eigin fjölskyldu í framtíðinni.
Skáldskapurinn, fortíðin og fræðin takast á í verkum Oddnýjar. Ímyndunaraflið fær lausan tauminn í Heim til míns hjarta og lesandinn gerir ekki alltaf greinarmun á hvað fer fram í veruleika og hvað í draumi. Galdur höfundar og styrkur felst einnig í tóni sagnanna, en Oddný fer lipurlega frá því hálærða og háfleyga yfir í það kómíska, þar sem hún tekur hvorki sjálfa sig né frásögnina of hátíðlega. Eins og hún útskýrir sjálf í Bláu blóði frá 2015, þá er munur á því að taka sig alvarlega og hátíðlega: „[...] minna mig reglulega á það að ég væri rithöfundur og lokka mig til að taka sjálfa mig alvarlega, ekki hátíðlega, bara alvarlega, þar er munurinn og skál fyrir því!“ (46) Fliss, fret og prump skjóta ítrekað upp kollinum í textunum, og minna á að þrátt fyrir að fræðin fjalli um háalvarleg málefni, til að mynda réttmæta söguskoðun og pólitík alræðisins, beri ekki að taka fræðin sjálf of alvarlega né að setja þau á stall. Frekar geti það reynst gjöfult að nálgast þau á forsendum leiks og ímyndunar.
[[{"fid":"2813","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Ástarmeistarinn: blindskák","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"6":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Ástarmeistarinn: blindskák","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Ástarmeistarinn: blindskák","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"6"}}]]
Þessu tvennu, þ.e. hinum formföstu fræðum annars vegar og skáldskapnum, sem endurspeglar leik og ímyndun hins vegar, er oft slegið upp sem andstæðum pólum í höfundarverki Oddnýjar, sem jafnframt takast á. Stundum verður samsláttur þeirra gefandi og frjór en stundum skapar hann bara togstreitu og spennu. Pólarnir tveir eru ennfremur persónugerðir í skáldsögunni Ástarmeistaranum, fyrstu sögunni þar sem höfundur tekst ekki á við eigið sjálf og eigin sjálfsævisögulegu fortíð og minningar. Aðalpersónurnar Fjölnir og Anna eru andstæður en laðast hvort að öðru. Hann er sálfræðingur, fræðimaður og kennari úr háskólasamfélaginu sem leitast við að fara út fyrir rammann og hrista upp í fræðunum fyrir næstu bókaskrif. Hún er heilari sem beitir óhefðbundnum aðferðum til að lækna fólk af kvillum sínum, hefur lesið mikið af skáldskap en minna af fræðibókum og segist ekki hafa þá þjálfun sem þarf til að takast á við fræðin. Þau hittast fyrir tilviljun í Grímsey. Stuttu síðar skorar Anna á Fjölni í bréfaskák og í kjölfarið þróa þau með sér bréfasamband. Lesendur fá bréfin sem þau senda sín á milli en um leið einnig hugleiðingar þeirra sjálfra um efni bréfanna og það sem annars fengi að liggja á milli lína. Hér gefur persónugerving fræða og skáldskapar höfundi færi á að kanna mörkin þar á milli frá öðrum sjónarhóli en áður, en skáldskaparvíddin skapar fjarlægð frá hennar eigin reynsluheimi.
Blátt blóð og framandi tungumál
Bréfin í Fæðingaborginni, sem ég nefndi í upphafi þessarar greinar, kallast á við ferðasöguna í Bláu blóði, en þessi tvö verk voru bæði gefin út árið 2015. Í seinna verkinu er Oddný, sem skrifar hér um eigið líf, komin ásamt manni sínum til Rosario, á slóðirnar sem faðir hennar fór um mörgum árum fyrr, og rifjar upp bréfin frá honum sem hún hafði lesið nokkrum árum áður. Ferðafélaginn er fuglafræðingurinn Fugli úr Jarðnæði sem upphaflega var kynntur til leiks sem særður hermaður á hælinu í Heim til míns hjarta. Samband þeirra skapar því beina tengingu á milli þessara þriggja verka. Í Bláu blóði er aftur á móti komið að endalokum sambandsins en ferðalagið reynist tilraun til að bjarga því. Þeim hefur ekki tekist að ávaxta ást sína og eignast barn og þrá höfundar að verða móðir, sem verður allt að því þráhyggja, er ekki í samræmi við þarfir mannsins. Það ósamræmi skapar spennu sem að lokum verður sambandinu um megn. Í Bláu blóði, sem ber undirtitilinn í leit að kátu sæði, gerir Oddný upp við örvæntinguna og sorgina sem fylgir því að þrá að eignast barn en geta það ekki. Frásögnin af sambandsslitunum er einn þráður í því uppgjöri en í lokin hefur höfundur fundið sátt. Ófrjósemi er sársaukafullt, þungt og vandmeðfarið viðfangsefni en Oddný tekst á við það af næmni og frásagnargleði. Hún veltir til dæmis móðurhlutverkinu fyrir sér og hinni opinberu ímynd samfélagsins af hinni kvenlegu fórnfúsu móður sem hún leitast við að endurskilgreina. Eins og áður leitar hún að fyrirmyndum í fortíðarbrunninum og til formæðra sinna, hvernig þær höguðu lífi sínu og ólu upp sinn barnahóp.
[[{"fid":"4378","view_mode":"default","fields":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Blátt blóð","field_file_image_title_text[und][0][value]":false},"type":"media","field_deltas":{"1":{"format":"default","field_file_image_alt_text[und][0][value]":"Blátt blóð","field_file_image_title_text[und][0][value]":false}},"attributes":{"alt":"Blátt blóð","class":"styles original media-element file-default","id":"styles-3-0","data-delta":"1"}}]]
Ástin og samræðan við fortíðina eru helstu viðfangsefni Oddnýjar en hvorugt væri mögulegt rannsóknarefni ef ekki væri fyrir tungumálið sem er jafnframt algengt umhugsunarefni í verkum hennar. Hún veltir tungumálinu fyrir sér, þróun þess og um leið leikni hennar til að beita því til að tjá viðhorf sín og reynsluheim. Hún vísar í orðsifjafræði og í uppruna orða til að greina og velta fyrir sér sambandinu á milli tungumáls og hugsunar. Í samskiptum er tungumálið brú á milli hugsana ólíkra einstaklinga og tengir þá saman. Það er þegar vel gengur en tungumálið verður einnig oft að uppsprettu misskilnings. Sá misskilningur varpar ljósi á hvernig merking orða er ekki kyrrstæð heldur á hreyfingu og tekur til dæmis mið af samhengi og tíma. Orðið „jarðnæði“ skapar slíkan misskilning á milli höfundar og elskhuga hennar og gefur til kynna að merking þess er ekki eins augljós og hún hélt í upphafi. Þegar hún segir manni sínum frá drauminum að dvelja í nálægð við öræfin í algjöru næði – eiga sér þar íverustað þar sem hún getur sinnt hugðarefnum sínum spyr hann hvort hún þurfi ekki að vera ein til að upplifa slíkt næði. Hún telur aftur á móti ekki svo vera og vill meina að næði geti líka falið í sér einhvers konar nánd. Á meðan hún sér fyrir sér lítinn skika í fallegu umhverfi sem hýsir skapandi og skemmtilegt fjölskyldulíf sér hann fyrir sér náðhús eða náhús og að algjört næði, sem í þokkabót hefur einhvers konar tengingu við jörðina, feli í sér dauða og náttúruleg endalok, þar sem maðurinn umbreytist í jarðneskar leifar og sameinast uppruna sínum. Orðið tekur ennfremur það miklum og fíngerðum breytingum í meðförum Oddnýjar að segja má að hún geri það að sínu; nýti sér hugtakið sem til er í tungumálinu en gefi því ný blæbrigði og ríkari merkingu. Að baki merkingarsköpuninni liggur svo áralöng rannsókn sem endurspeglar frásögn bókarinnar og leit höfundar að jarðnæði.
Að hafa ekki vald á tungumálinu er þema í verkum höfundar og leiðir af sér óöryggi og sjálfsefa. Í Opnun kryppunnar lýsir hún aðstæðum sínum sem nemanda í erlendri stórborg og í námi sem fer fram á tungumáli sem henni er framandi. Hún óttast að aðrir túlki takmarkanir hennar á sviði erlenda tungumálsins sem almennar takmarkanir og flokki hana sem barnalega eða jafnvel heimska. Tungumálaörðugleikarnir hafa áhrif á félagsfærni hennar í daglega lífinu; hún forðast að eiga í samskiptum við annað fólk og telur sig trufla aðra því hún er svo lengi að finna réttu orðin. Hún veigrar sér við að rökræða við kvartsára nágrannakonu, veit ekki hvernig hún á að svara matarboði á aðfangdagskvöldi hjá góðum vini og fjölskyldu, og líður eins og barni sem er að læra að tala þegar hún situr til borðs með hópi fólks og reynir að fylgja samræðunum. Í Heim til míns hjarta skapa tungumálaörðugleikarnir ennfremur ójafnvægi í ástarsambandinu þegar sambandsmálið er móðurmál annars aðilans. Þar lýsir hún hvernig rifrildi hennar við elskhugann um hjartans mál enduðu yfirleitt á orðsifjafræðilegum nótum þar sem elskhuginn skammar hana fyrir að setja sig á stall og leika sér að móðurmáli hans.
Verk Oddnýjar eru uppfull af senum sem spegla hennar eigin skrif, og af textabrotum og vísunum í aðra höfunda sem gefa til kynna textatengsl við önnur verk. Í Heim til míns hjarta eru textabrotin skáletruð og aftast í bókinni er birtur heimildalisti sem segir hvaðan brotin eru fengin nákvæmlega en annars staðar verður lesendi sjálfur að geta í eyðurnar. Textatengslin eru þannig ýmist ítrekuð með beinum hætti eða aðeins gefin í skyn. Í Opnun kryppunnar er höfundi sérstaklega umhugað að útskýra ástæðu skrifanna. Hún segist hafa ákveðið að verða rithöfundur aðeins þrettán ára og lært heimspeki í háskóla til að undirbúa skrifin, þangað til að hún komst raunar að því að heimspekin væri tilgangur í sjálfu sér. En það er ljóst að löngunin til að takast á við texta, og ekki síður að færa eigið líf í frásögn, hefur vaknað snemma og myndin sem hún dregur af sjálfri sér í upphafi í Opnun kryppunnar slær tóninn fyrir skrifin sem fylgja í kjölfarið: „Ég gref mig inn í eigin sögu, inn í þann haug af pappír sem hefur safnast kringum mig í gegnum tíðina, án þess að gruna hvar ég komist út úr honum.“ (7)
Vera Knútsdóttir, október 2016
Greinar
Viðtöl
Anna Sussman: „Icelanders in New York“
Iceland review, 43. árg., 2. tbl. 2005, s. 28-32.
Auður Aðalsteinsdóttir: „Leitin að rými ástarinnar“ (viðtal)
Spássían 2011, 2. árg., vor, bls. 16-20.
Kristín Ómarsdóttir: „Í dag er fengitími dýranna og enginn tími fyrir ljóð“
Tímarit Máls og menningar, 77. árg., 4. tbl. 2016, s. 13-35
Um einstök verk
Blátt blóð
Kári Tulinius: „Kári Tulinius fjallar um bækur“ (ritdómar)
Stína, 11. árg., 1. tbl. 2016, s. 98-102
Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli
Soffía Auður Birgisdóttir „Fínstillum ó, næmiskerfið“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar, 71. árg., 2. tbl. 2010, s. 124-129.
Jarðnæði
Gunnþórunn Guðmundsdóttir: „Jarðnæði“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Reinhard Henning: „Að skipta um skoðun“
Spássían 2012, 3. árg., haust, bls. 35-40.
Æsa Guðrún Bjarnadóttir: „Að ráða nánd af húsakynnum“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2012, 73. árg., 4. tbl., bls. 123-8.
Opnun kryppunnar
Bryndís Vilbergsdóttir: „Eironeyja opnar kryppuna: um átökin við akademíuna og togstreitu skáldskapar og fræða í Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur“
Lokaritgerð við Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði, Reykjavík, 2008. [Er til aflestrar á Þjóðarbókhlöðu.]
Undirferli
Rósa María Hjörvar: „Undirferli“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur
Verðlaun
2014 - Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins: Jarðnæði
2012 - Fjöruverðlaunin: Jarðnæði
Tilnefningar
2011 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Jarðnæði
Bláleiðir : Bókverk um æviverk : Leiðarvísir um innlönd, auðn og einstigi
Lesa meiraBláleiðir er flettirit, listrænn leiðarvísir eða skýrsla um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá. Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér hugleiðingar og upplifanir. Í þeirri óvissuferð könnum við leiðir til að lesa og nema land.Tierra de amor y ruinas
Lesa meiraVirsmas: ornitologams ir archeologams
Lesa meiraLand van liefde en ruïnes
Lesa meiraProstori
Lesa meiraUndirferli: yfirheyrsla
Lesa meiraTerreni
Lesa meiraLand of love and ruins
Lesa meiraBlátt blóð: leitandi eftir kátum sáði: eitt eseyga
Lesa meira