Maður í myrkri
Lesa meiraMynd af ósýnilegum manni
Lesa meiraGlerborgin
Lesa meira
Maður í myrkri
Hér sit ég, ritdómarinn, snemma á björtum morgni, og skrifa ritdóm um skáldsögu um mann sem hefur starfað alla ævi sem ritdómari og dundar sér nú við að semja sögu um mann í stríði sem fær það verkefni að drepa ritdómara nokkurn. Sögur innan sagna eru líklegast eitt helsta einkenni skáldsagna bandaríska rithöfundarins Paul Auster og Maður í myrkri er engin undantekning á þeirri góðu reglu. Bókin kom upphaflega út árið 2008 og er ekki mikil um sig, frekar í ætt við stutta skáldsögu, eins og reyndar fleiri bóka Austers. Sömuleiðis er ekki heldur hægt að segja að söguþráðurinn sé eitthvað brjálæðislega umfangsmikill, þó vissulega rúmist mikið á þessum 190 síðum. August Brill (!?) er sögumaðurinn en hann hefur lent í bílslysi og er illa gangfær eftir það. Dóttir hans og dótturdóttir búa hjá honum, dóttirin er nýskilin og dótturdóttirin í áfalli eftir að kærasti hennar er drepinn í Írak.
Opnun kryppunnar og Mynd af ósýnilegum manni
Þessi pistill átti upphaflega að heita "Dúkkuheimili", því mér eru minnistæðastar tvær senur úr þessum tveimur sjálfsævisögulegu bókum, sem báðar komu út í bókaflokknum "Svarta línan" hjá Bjarti. Annarsvegar lýsingin á húsi föður Austers, sem er komið í algera niðurníðslu eftir að kallinn hefur búið þar einn í áratugi, og virkaði á mig einsog dúkkuhús sem finnst uppi á háalofti. Hinsvegar sé ég greinilega fyrir mér herbergi Oddnýjar Eir í París, fullt af strengjabrúðum. Þegar nánar var að gáð, sá ég að ég gat ekki notað þennan titil, því þessi tvö dúkkuheimili eru bara til í mínu hugskoti, en ekki í bókunum.