Beint í efni

Skógurinn

Skógurinn
Höfundur
Hildur Knútsdóttir
Útgefandi
JPB
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ungmennabækur

 

um bókina

Allt líf Kríu hefur litast af hvarfi Gerðu ömmu hennar sem hún varð vitni að á unglingsaldri. Því hugsar hún sig ekki tvisvar um þegar sömu örlög bíða dótturdóttur hennar sjötíu og níu árum síðar og Kría fórnar sér í hennar stað. Þá sér hún loksins hvað leynist handan við dularfulla skápinn í risherberginu við Skólastræti og fær svör við spurningum sem hafa ásótt hana áratugum saman.

Skógurinn er lokabindi rómaðs þríleiks Hildar Knútsdóttur þar sem saman fer spennandi saga og ævintýralegt hugmyndaflug. Báðar fyrri bækurnar, Ljónið og Nornin, voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlutu Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Fyrir þá fyrri hlaut Hildur einnig Barnabókaverðlaun Reykjavíkur.

 

Fleira eftir sama höfund

Doddi: ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Doddi: bók sannleikans!

Lesa meira

Vetrarfrí

Lesa meira
Urðarhvarf kápa

Urðarhvarf

Eik tilheyrir hópi af sjálfboðaliðum sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í öruggt skjól. Þegar þau frétta af læðu og kettlingum í steinhleðslu við Urðarhvarf er rokið af stað með fellibúr og hitamyndavél. En við Urðarhvarf birtist skepna sem Eik var búin að telja sjálfri sér trú um að hefði bara verið ímyndun.
Lesa meira

Spádómurinn

Lesa meira

Sláttur

Lesa meira