Beint í efni

Sólardansinn

Sólardansinn
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2019
Flokkur
Smáprósar

Um bókina

Þóra Jónsdóttir skáld og myndlistarmaður (f. 1925) hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra ljóðskálda. Eftir hana liggur fjöldi ljóðabóka, auk ljóðaþýðinga og örsagna.

Úr Sólardansinum


Undir flugvélarvæng

Stúlka nokkur hafði flutt í nýtt leiguherbergi sem hún var mjög ánægð með. Tveir steinar stóðu upp úr gólfinu. Annar var svo stór að krana hefði þurft til að lyfta honum. Fólkið sem byggði húsið hafði ekki viljað styggja vættirnar sem bjuggu í steinunum og hrófluðu því ekki við þeim. Hún hugsaði sér að mála þá í skærum lit, líklega rauðum. Auk þess hékk yfir rúminu vængur af flugvél, sem hlaut að hafa áhrif á draumfarir hennar. Henni leið svo vel í þessu umhverfi að hún fór að ganga fyrr til hvílu á kvöldin. Af þeim sökum mætti hún vel útsofin og glöð í vinnu sína á morgnana, sem fór ekki framhjá vinnufélögunum. Þar kom að fólk í vanda tók að leita ráða hjá henni og heppnaðist henni oft að ráða því heilt. Þar að auki fór hún að sjá fyrir óorðna hluti. Þetta næmi þakkaði hún aðskotahlutunum í svefnherberginu.

Fleira eftir sama höfund

Einnota vegur

Lesa meira

Línur í lófa

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Landið í brjóstinu

Lesa meira

Jól í koti

Lesa meira

Höfðalag að hraðbraut

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Far eftir hugsun

Lesa meira

Á hvítri verönd

Lesa meira