Beint í efni

Söngur villiandarinnar og fleiri sögur

Söngur villiandarinnar og fleiri sögur
Höfundur
Einar Kárason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Smásögur

Úr Söng villiandarinnar og fleiri sögum:

 Þar til Nonni loks var staðinn að verki.
 Þá var farið að styttast í jólin, við heimsóttum að venju Kveldúlf á leið okkar úr skólanum. Við áttum pening, keyptum eina litla kók á mann og vorum svona að rangla um búðina meðan við stungum úr flöskunum. Þegar við ætluðum að skila þeim tómum á leiðinni út umkringdi fjölskyldan okkur og kaupmaðurinn sneri sér að Nonna.
 - Viltu gjöra svo vel að opna skólatöskuna.
 - Opna skólatöskuna? Mína?
 - Opnaðu strax skólatöskuna kunningi, við horfðum öll á þig stinga pakka af ískexi niðrí hana hérna rétt áðan!
 - Ég opna hana ekki neitt.
 - Viltu að ég hringi á lögregluna kunningi? Viltu það heldur?
 Nú var einsog Nonni áttaði sig á hvað kaupmaðurinn væri að meina. Öll samviska og hryggð heimsins kom fram í drenglyndum og einarðlegum andlitsdráttunum. Hann horfði beint á kaupmanninn og spurði lágt, en þó af festu:
 - Ertu að þjófkenna mig?
 Kaupmaðurinn fipaðist. Hann ætlaði að segja eitthvað, en virtist ekki ná munninum utan um orðin. Það varð þögn nokkra stund.
 - Viltu að við hringjum í pabba þinn? æpti kaupmannasdóttirin.
 - Já, það þætti mér gott, sagði Nonni. Þið hringið í Hjólbarðaval og biðjið um Svein.
 - Opnaðu töskuna! skipaði kaupmannsfrúin. Kaupmaðurinn var búinn að sleppa Nonna og farinn að tvístíga um gólfið.
 - Nei, ég opna töskuna ekki neitt, sagði Nonni, fyrren það eru komin vitni að því að þið hafið mig fyrir rangri sök.

(s. 64-66)

Fleira eftir sama höfund

Jónsbók. Saga Jóns Ólafssonar athafnamanns

Lesa meira

Guldøen

Lesa meira

Gulleyjan

Lesa meira

Törichter Männer Rat

Lesa meira

Har sum djevlaoyggin dagar

Lesa meira

Lykkens land : roman

Lesa meira

Loftræsting : farir mínar holóttar 1

Lesa meira

Norðurljós

Lesa meira