Beint í efni

Svartur hundur prestsins

Svartur hundur prestsins
Höfundur
Auður Ava Ólafsdóttir
Útgefandi
Þjóðleikhúsið
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Leikrit

Sviðsett af Þjóðleikhúsinu vorið 2012.

Um leikritið:
Í leikritinu kynnumst við ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætrum og tengdasyni í vöffluboð til að greina frá ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. En þetta vöffluboð er ekkert venjulegt kaffisamsæti. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreyttar aðstæður í samskiptum við móður sína en lenda auk þess í átökum við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Hér er svo sannarlega boðið upp í óvenjulegan dans!

Í þessu sviðsverki stefnir hópur listamanna saman ólíkum listgreinum. Í gegnum leiklist, dans, tónlist og myndlist er unnið með persónusköpun og tungumál, og leikið með samspil orða og athafna, leikhúss og veruleika. Undir niðri lúra ýmsar áleitnar spurningar, til dæmis um skyldur okkar við fjölskylduna – og meðbræður okkar á jörðinni - og ekki síst um það að hve miklu leyti fortíðin með öllu sínu ægivaldi er okkar eigin tilbúningur?

 

Fleira eftir sama höfund

Afleggjarinn

Lesa meira

Rosa candida

Lesa meira

Undantekningin – de arte poetica

Lesa meira

Weiß ich, wann es Liebe ist

Lesa meira
eden

Eden

Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. 
Lesa meira

Dýralíf

Lesa meira

Hotel Silence

Lesa meira

Ungfrú Ísland

Lesa meira