Beint í efni

Það var skræpa

Það var skræpa
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Barnabækur

Brian Pilkington myndskreytti.

Úr Það var skræpa:

Hann tekur á sig rögg
og réttir fram báðar hendur.
Það birtir yfir honum
þegar hann tekur utan um hana.
Það er satt!
Hjartað í henni slær,
hann finnur það greinilega.
Hann strýkur varlega yfir fjaðrirnar,
silkimjúkar og heitar.
Ekki vera hrædd, Doppa mín,
hvíslar hann.
Við ætlum ekki að gera þér neitt.
Við viljum bara vera góð við þig.

Svo fær hann allt í einu hugmynd.
Nú veit ég hvað við gerum.
Hvað?
Við búum til spítala!
Hún hlær. - Spítala?

Já. Við búum til spítala
úr kofanum mínum.
Hún getur verið í honum
meðan henni er illt í vængnum.
Þegar henni er batnað
sleppum við henni.
Þá má hún fljúga í burtu.
Hvað segirðu um það?

Hún horfir á hann og er hissa.
Svo brosir hún.
Þetta er frábært!
Spítali með garðstofu!
Hann leggur Doppu frá sér
niður í kassann.
Garðstofu? Hvað meinarðu?

Æ, þú veist...
ég meina svona búr
með neti fyrir framan
svo að hún geti farið út
til að anda.

(s. 52-5)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira