Beint í efni

Þú ringlaði karlmaður : Tilraun til kerfisuppfærslu

Þú ringlaði karlmaður : Tilraun til kerfisuppfærslu
Höfundur
Rúnar Helgi Vignisson
Útgefandi
Græna húsið
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Fræðibækur

Um bókina

Aðalpersónan í þessari sannsögu er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum. Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu ákvað hann að takast á   við kynjaumræðu samtímans. Úr varð þetta rit þar sem hann teflir nýjustu rannsóknum gegn aldagömlu tregðulögmáli í samfélaginu en þó kannski ekki síst í honum sjálfum. Höfundur gerir hér upp karlmennskuhugmyndir mótunaráranna um leið og hann mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.

Úr bókinni

  Sjálfur þykist ég hafa tekið eitthað smávegis af þriðju vaktinni, sérstaklega þegar ég vann heima en þá sá ég um samskipti við skólana að hluta - kynnti mig einu sinni óvart sem mömmu fyrir kennara annars sonarins - og að miklu leyti um það sem tengdist íþróttaiðkun drengjanna, kom ennfremur að rekstri húsfélagsins fyrir okkar hönd. Mér fannst og finnst enn að Guðrún sé hæfari til þess að sinna þriðju vaktinni enda hefur hún meiri áhuga á mannlegum samskiptum og á auðeldara með að nálgast fólk. Hún er líka lærður verkefnastjóri. Sjálfsagt hef ég minnimáttarkennd gagnvart henni á þessu sviði líka. Á móti hef ég reynt að taka meira af annarri vaktinni til að skapa henni aukið svigrúm til að sinna þeirri þriðju. Sumum þykir þetta kannski ekki alveg nógu gott hjá mér því að meðan Guðrún tekur þriðju vaktina þjálfast ég ekki í því sem til þarf. Ég var til dæmis ekki öflugur í að kaupa föt á syni okkar unga, hvað þá á Guðrúnu sjálfa, og ekki svo ýkja langt síðan ég fékk sjálfstraust til að kaupa föt á sjálfan mig án þess að fá staðfestingu frá Guðrúnu.

  Framtaksleysi okkar karla og metnaðarskortur á þessum sviðum bitnar síðan á okkur sjálfum. Nýjustu rannsóknir sýna að álagið veldur því að konur eru síður tilkippilegar í svefnherberginu enda oft orðnar örþreyttar og úttaugaðar eftir daginn. Þarna er komin ein helsta ástæða hjónaskilnaða, rómantíkin dvín fyrr hjá konunum en körlunum sýna rannsóknir, ekki síst vegna þess hvernig verkum er skipt eða öllu heldur ekki skipt.

(s. 63-64)

Fleira eftir sama höfund

Ekkert slor

Lesa meira

Ástfóstur

Lesa meira

Ást í meinum

Lesa meira

Í allri sinni nekt

Lesa meira

Nautnastuldur

Lesa meira

Eftirbátur

Lesa meira

Ójöfnur í tímanum

Lesa meira

Strandhögg

Lesa meira

Feigðarflan

Lesa meira