Um bókina
Í bókinni gera Þórarinn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir Völuspá aðgengilega fyrir börn á öllum aldri, Þórarinn endurorti kvæðin og Kristín Ragna er myndhöfundur. Kvæðin hafa verið uppfærð, frá útgáfunni sem gefin var út 1994, til að gera þau því mun aðgengilegri öllum.
Úr Völuspá
Upphaflega
var ekkert til.
Hvorki sandur né sjór
né svalar lindir.
Engin jörð,
enginn himinn,
aðeins gínandi gap
og gras hvergi.
(...)
Bræður munu berjast
og bana hver öðrum,
frændur verða
frændum verstir.
Hart er í heimi
hórdómur mikill.
Skeggöld, skálmöld
skildir eru klofnir
vindöld, vargöld
og veröldin steypist.
Enginn maður
öðrum hlífir.