Beint í efni

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Æviágrip

Kristín Ragna Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík, 2. maí 1968. Hún er rithöfundur, teiknari, bókmenntafræðingur, sýningarstjóri og stundakennari. Kristín útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóli Íslands árið 1992 og var gestanemi í málun hjá Myndlista- og handíðaskóli Íslands árið 1992. Hún lauk B.A.-prófi í almennri bókmenntafræði með ritlist sem aukafag, árið 2006 og var gestanemi í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla 2004. Í lokaritgerð fjallaði Kristín Ragna um listbrögð myndabóka með áherslu á samspil texta og mynda. Ennfremur hefur hún M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóli Íslands, 2016.

Kristín hefur kennt í Ritlist hjá Háskóla Íslands og námskeið um barnabækur og myndlýsingar hjá Listaháskóla Íslands, auk þess að leiðbeina lokaverkefnum. Hún hefur einnig kennt námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík og við Iðuna, Fræðslusetur, auk fjölda annarra námskeiða og listasmiðja, meðal annars í Gerðubergi og á vegum BUGL og List fyrir alla. Kristín Ragna hefur einnig skrifað greinar um myndmál og myndlestur í tímaritið Börn og menning og Tímarit Máls og menningar.

Sem sýningarstjóri og listrænn stjórnandi hefur Kristín Ragna unnið fjölbreyttar sýningar tengdar norrænni goðafræði, en einnig má nefna sýninguna Barnabókaflóðið hjá Norræna húsinu, 2018, en sú sýning ferðaðist um Eystrasaltslöndin undir yfirskriftinni The Children's Book Flood, 2020-2021. Þess utan hefur Kristín haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda sýninga, heima og heiman.

Kristín hefur hannað og myndskreytt ótal bækur, kennslubækur og fræðandi tölvuleiki. Einnig má nefna Njálurefilinn, 90 metra langan myndrefil, sem saumður var eftir teikningum hennar á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Svo teiknaði hún líka Landnámskvennarefillinn sem er nú hluti af The Scottish Diaspora Tapestry.

Kristín hefur tvisvar fengið íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm, árið 2009 og 2012, fyrir Örlög guðanna og Hávamál.

Heimasíða Kristínar er hér : krg.is