Beint í efni

Yfir hálfan hnöttinn

Yfir hálfan hnöttinn
Höfundur
Ása Marin
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Yfir hálfan hnöttinn er skálduð ferðasaga eftir Ásu Marin sem áður hefur meðal annars sent frá sér Veg vindsins um pílagrímsgöngu eftir Jakobsveginum. Hér fer saman spennandi saga og framandi umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, náttúran fögur og maturinn gómsætur.

Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam. Tók skyndiákvörðun um að elta hugboð. Tilfinningu. Vonandi verður tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið?

Úr bókinni

Til að skrá sig í ferðina varð Júlía að fara á hótelið þar sem Emma gisti. Það var í göngufæri  og á leiðinni komst hún að því að Emma var sannarlega frá Englandi, nánar tiltekið bænum Bedford. Hún var rúmlega fertug og búin að verja síðustu fimm árum á ferðalögum milli þes sem hún vann eins og berserkur á barnaspítala.
   Emma sagði henni nánar frá ferðaplaninu á göngunni. Daginn eftir, klukkan sex að kvöldi, myndi víetnamskur leiðsögumaður hitta þær og aðra farþega í móttöku hótelsins. Ferðin byrjaði á kynningarfundi og svo var valkvætt að fara saman út að borða. Hópurinn gisti eina nótt á hótelinu en síðan yrði haldið út úr borginni og norður í land. Gleðistraumur fór um Júlíu og hún fann að þetta var nákvæmlega það sem hún þurfti. Loksins bjartur sólargeisli í öllu myrkrinu.
   Þær gengu beint að söluborði í móttöku hótelsins, hjarta Júlíu sló hraðar á meðan maðurinn hringdi til að athuga hvort hægt væri að bæta við skráninguna. Hvað ef hann segði nei? Hún leit á Emmu sem brosti spennt til hennar. Maðurinn sleit símtalinu og tilkynnti þeim að Júlía gæti bókað sig í ferðina. Júlí andaði léttar og greiddi með debetkorti sem var tengt sameiginlegum hlaupareikningi þeirra Ara. Henni létti þegar færslan fór í gegn. Ef mun mundi rétt hvað var inni á reikningnum þegar hún fór að heiman þá hafði hún tekið tæplega helming þeirrar upphæðar út. Ari gæti þá ekki tæmt reikninginn til að gefa Ha einhverjar gjafir. Tilhugsunin um Ara fékk maga hennar til að krumpast saman. Hvernig Ha horfði á hann og hvernig hann kyssti hana á kollinn. Myndin af þeim á Facebook. Hvernig allir á Íslandi vissu núna að hann hefði dömpað henni.

(s. 52-53)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Að jörðu

   
Lesa meira

Búmerang

    
Lesa meira

Vegur vindsins

   
Lesa meira

Elsku sólir

   
Lesa meira

Og aftur deyr hún

   
Lesa meira
Hittu mig í Hellisgerði kápa

Hittu mig í Hellisgerði

Jólin eru ónýt hjá Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera á Tenerife með dóttur þeirra allar hátíðarnar og Snjólaug sér fyrir sér ömurlega einmanalegt aðfangadagskvöld. En svo fær hún snilldarhugmynd: Hún ætlar að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja jólin inn.
Lesa meira

Bláar dyr

   
Lesa meira
Sjávarhjarta kápa

Sjávarhjarta

Viðar hefur staðið eins og klettur við hlið Díu sinnar í öllum þeim erfiðleikum sem hafa dunið á henni. Og þegar hann býður henni í unaðslega skemmtisiglingu um Karíbahafið þarf hún ekki að hugsa sig lengi um – jafnvel þótt ferðin sé handavinnuferð og hún hafi tíu þumalfingur. Mál fara þó að flækjast þegar dularfull og daðurgjörn kona úr fortíð Viðars skýtur óvænt upp kollinum á skipinu og fær Díu til að líta samband þeirra nýjum augum.
Lesa meira