Beint í efni

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Rán Flygenring

Um bókina

Alexander Daníel Hermann Dawidsson er með ADHD en það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum. 

Úr bókinni

  Pabbi var kominn aftur.
  Eitt andartak litu krakkarnir hvort á annað og snöggroðnuðu svo. Pakman sleppti höndunum á Alexander og stökk á fætur. Hún greip skólatöskuna sína og ruddist fram hjá pabba Alexanders. Feðgarnir kíktu fram á gang úr herbergi Alexanders. Þeir heyrðu að hún fór í skóna. Svo birtist hún á ganginum, komin í skó, úlpu og með sólgleraugun á nefinu.
  „Bæ. Tak fyrir mig ... og við erum ekki kærustur!“ tilkynnti hún reiðilega og lét sig svo hverfa.
  „Naujnauj, naujnauj, hún læra Polska! Ona cie kocha, hún elska þér, maður!“ sagði pabbi og skellihló.
  „HVAÐ ER AÐ ÞÉR?“ öskraði Alexander á pólsku.
  „ha? Ég meina, sástu ekki hvað hún roðnaði?“ svaraði pabbi stríðnislega og glotti.
  „HÆTTU ÞESSU! HÚN ER EINI VINUR MINN OG NÚ ERT ÞÚ BÚINN AÐ EYÐILEGGJA ALLT!“ öskraði Alexander, greip vekjaraklukku og henti henni frá sér eins fast og hann gat. Hann ætlaði að henda henni í hurðina eða vegginn en því miður flaug hún beint framan í pabba hans sem æpti hátt og greip samstundis um augað. Svo skellti Alexander hurðinni svo fast aftur að hurðarhúnninn flaug af og lenti á einni vekjaraklukkunni á ganginum. Hún fór strax að hringja. Alexander heyrði blótið í pabba sínum hinum megin við hurðina og vissi að hann var að reyna að slökkva á klukkunni.
  Hausinn á honum var að springa. Hann hataði pabba sinn. HATAÐI HANN!

(S. 72-73)

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira