Beint í efni

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Nornin og dularfulla gauksklukkan
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Barnabækur

Um Nornina og dularfullu gauksklukkuna

Meðhöfundur: Björgvin Franz Gíslason.

Myndskreytingar: Halldór Baldursson.

Úr Norninni og dularfullu gauksklukkunni

Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Ríkið var stórt og fallegt með himinháum fjöllum og djúpum dölum, bláum ám og grænum túnum, stórum skógum blómlegum bæjum. Öllum leið vel í ríkinu og voru ánægðir og glaðir.

Allir nema konungshjónin. Þau voru ekki hamingjusöm vegna þess að þau áttu engin börn.

Drottningin reyndi að gleyma óhamingju sinni með því að stunda veiðar í skóginum og varð af þessu ein allra besta bogaskytta landsins - enda með haukfrána sjón.

Konungurinn létti aftur á móti lund sína með því að prófa nýjustu uppfinningar og töfrabrögð konunglega töframannsins. Hann var alla daga með plástra og umbúðir vegna sáranna sem hann hlaut við að reyna alla töfragripina sem fæstir virkuðu nógu vel.

Ekki bætti úr skák að konungurinn sá sama og ekki neitt og var stöðugt að ganga á veggi og hurðir og aðra hluti sem voru í vegi fyrir honum.

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira

Aukaspyrna á Akureyri

Lesa meira