Beint í efni

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Rán Flygenring

Um bókina

Hér er komið framhald af bókinni Bannað að eyðileggja. Til viðbótar við litríka og fjöruga fjölskylduna eiga Alexander og Sóley nú í höggi við harðsvíraðan eineltispúka og alvöru glæpamann! Fyrir utan ADHD-ið, en það er nú bara hjálplegt, til dæmis þegar Alexander þarf að bjarga mannslífum. 

Úr bókinni

  „MÁNEY ... ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA!“ hrópaði Alexander í öngum sínum. Hann var ekki að skamma Máneyju. Hann var að skamma sjálfan sig.
  „Þú sagðir að ég mætti teikna með naglalakkinu,“ sagði Máney í mótþróa.
  „Já, ég veit ...“ sagði Alexander og starði á vegginn, ennþá í áfalli.
  „Hvað er að gerast?“ spurði Sóley. Alexander dauðbrá. 
  „AHHH!“ hrópaði hann.
  „Hann er að skamma mig,“ sagði Máney, örlítið hrædd um að Sóley myndi skamma sig líka.
  „Sjiiiiiiiiiiiiiitt!“ sagði Sóley þegar hún sá loksins myndina á veggnum. Og allar tómu og hálftómu naglalakkskrukkurnar sem lágu á gólfinu.
  „Það er bannað að blóta“, sagði Máney eins og hún væri að skamma Sóleyju.
  „Mamma verður brjáluð,“ sagði Sóley. „Og langamma líka ... og vá hvað amma á eftir að blóta mikið þegar hún sér að þú ert búin að nota allt naglalakkið hennar.“ 
  „Pabbi verður heldur ekki hress með þetta,“ hvíslaði Alexander.

(s. 49-50)

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira