Beint í efni

Álfheimar 3: Ófreskjan

Álfheimar 3: Ófreskjan
Höfundur
Ármann Jakobsson
Útgefandi
Angústúra
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn.

Úr bókinni

Konáll var órólegur um kvöldið. Enginn hafði beinlínis álasað honum fyrir atburði dagsins en hann gat ekki annað en kennt sjálfum sér um. Hlaut þessi dularfulla hulda sem hafði lagst yfir álfana ekki að tengjast óhappi hans með hlífiskjöldinn? Honum hafði orðið um og ó þegar Pétur og Soffía fóru að tala um að hann hefði flogið um trjátoppana í leyfisleysi og banni.
   Vandi Konáls var sá að hann hafði vanist á það snemma að leiða hjal fullorðinna hjá sér nema honum þætti það sérstaklega áhugavert og eins var það hér í Tudati, hann einbeitti sér að því sem honum fannst skemmtilegt og hunsaði hitt. Þannig voru Pétur og Soffía ekki - hann var forvitinn um allt og hún virtist skilja strax hvað öðrum fannst mikilvægt og hvað ekki og tók tillit til þess á meðan Konáll var vanur að meta það út frá sjálfum sér eingöngu. Hann var ekki vanur að skammast sín fyrir að vera hann sjálfur en einmitt núna velti hann fyrir sér hvort íbúar Tudati litu ekki allir á hann sem barnalegasta konunginn. Pétur, Dagný og Soffía virtistu hafa vaxið hraðar úr grasi en hann.
   Verst var samt að vera svona vitlaus. Hann áttaði sig ekki á fyrirbærum eins og þessum hlífiskildi eða hvað allovauri væru og öfugt við Pétur var hann sennilega of fljótur að hætta að hugsa um svoleiðis hluti og gleyma því sem hann hafði lært. Hann var steinhissa á sjálfum sér að hafa samt náð að læra þessa ógnarlöngu galdraþulu og fannst það núna eins og furðudraumur að þau hefðu staðið útötuð í blóði dætra Ramasins í næstum klukkutíma og farið með eldfornt og óskiljanlegt álfamál.

(s. 66)

Fleira eftir sama höfund

álfheimar risinn

Álfheimar: Risinn

Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna, sú fyrsta var Bróðirinn
Lesa meira
álfheimar bróðirinn

Álfheimar: Bróðirinn

Bróðirinn er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna
Lesa meira

Útlagamorðin: saga um glæp

Lesa meira

Brotamynd

Lesa meira

Síðasti galdrameistarinn

Lesa meira

Glæsir

Lesa meira

Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur

Lesa meira

Vonarstræti

Lesa meira

Urðarköttur: saga um glæp

Lesa meira