Beint í efni

Ást og appelsínur

Ást og appelsínur
Höfundur
Þórdís Þúfa
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ljóð

Úr Ást og appelsínur:

Bolti

Mig langar svo mikið
að opna á þér magann
og fylla þig af dóti
alls konar dóti
samt ekki of stóru
bara litlu sem kemst.

Ég set í þig tannbursta
túrtappa og teskeið
krumpaða miða
með krassi og kroti
munnhörpu í d-dúr
og perlur úr plasti
pinna og nælur
og greiðu sem glansar
gulllitað armband
og einn lítinn bolta
einn lítinn bolta
sem minnir á haus.

Ég treð þessu í þig
og loka þér aftur
með saumnál og tvinna
og svo ferðu út
og krakkar á götunni
benda og hlæja
óléttur maður
þau hrópa og kalla
en þú kemur aftur
með dropa í augunum
bíddu, ég segi
og sæki okkur hníf.

Svo opna ég magann
og tíni fram dótið
og út kemur bolti
með starandi augu
hann skoppar á gólfinu
og rúllar í burtu
einn lítill bolti
sem minnir á haus.

--------------------------------

V

1.

Það var virkilega gott að hafa þig
meðan þú bakaðir kökur og brauð
sem við borðuðum saman í eldhúsinu
en þetta var þegar sólin skein innum gluggann
og var eins og tússuð á himininn
með gulum og rauðum strikum útí loftið.

2.

Ég bað þig um að bíta mig í hálsinn
svolítið fast
og þú gerðir það
og sagðir að ég smakkaðist vel
væri svolítið á bragðið
eins og blóðappelsína
og ég fann hvernig safinn
lak á milli brjóstanna
meðan nærbuxurnar blotnuðu
og borðdúkurinn litaðist af rauðu.

Fleira eftir sama höfund

Í felum bakvið gluggatjöldin

Lesa meira

Schlafsonate

Lesa meira

nötur gömlu nútíðarinnar

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Og svo kom nóttin

Lesa meira

Vera & Linus

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Saga af bláu sumri

Lesa meira

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík

Lesa meira