Beint í efni

Bella gella krossari

Bella gella krossari
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Kæri lesandi. Hver hefði trúað því að MÓTOR-KROSS væri svarið við öllum okkar vandamálum?! Hvort sem það er RUGLIÐ í Þór, HRIKALEG vandræði Bellu gellu eða að pabbi GETI EKKI HÆTT að flytja ástarljóð um nak … hérna hér líkama mömmu?? Þetta lagast allt þegar man er komið í gallann, með hjálminn og gleraugun, og gefur allt í botn. Og hver átti hugmyndina að þessu mótor-kross-ÆÐI? Ég! Stella Erlings … já, eða sko … Siggi … og Bella … Ómægod, þið lesið þetta bara sjálf!

Eftir ófáar ábendingar krakka um allt land um hvaða persóna ætti að vera í fókus í sjöundu bókinni um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar er nú loksins komið að Bellu gellu krossara.

Úr bókinni

Ég sat allt kvöldið að reyna að semja ljóðið en lítið gekk. Stjanni og Hófý vildu alltaf vera inni í heberginu mínu og ég var alltaf að kalla fram að biðja mömmu og pabba að koma og taka þau. Þess vegna var nákvæmlega ekkert komið á blað hjá mér þegar mamma kom inn og bað mig að svæfa tvíburana. Og þá fyrst sá hún nefhringinn minn. 

  Ég var búin að gleyma hvað hún gat verið dramatísk. „JESÚS MINNN! ÞÚ ERT KOMIN MEÐ HRING Í NEFIÐ!“ galaði hún eins og trompet. Hún sem sagt trompaðist.

  „Mamma ...“ byrjaði ég en hún hélt áfram að gala. 

  „HVENÆR FÉKKSTU ÞÉR NEFHRING? HVAÐ ERTU AÐ HUGSA, BARN?“

  „Mamma ... Bella er líka með nefhring!“ sagði ég yfirveguð.

  „JÁ EN ... já ... en hún er eldri, þú ert bara barn!“ sagði mamma og kom nær til að skoða nefhringinn með hryllingssvip. Þá kom pabbi inn.

  „Hvað er að gerast?“

  „Dóttir þín er komin með HRING Í NEFIÐ!“ sagði mamma eins og það væri pabba að kenna að uppeldið á mér hefði brugðist.

  „Já? Lof mér að sjá,“ sagði pabbi og beygði sig niður að mér. „Já ... þetta er bara soldið flott,“ sagði hann svo og leit brosandi á mömmu. 

  „ERLINGUR!“ hrópaði mamma og strunsaði fram. Pabbi blikkaði mig og elti svo mömmu. 

  Ómægod, hvað þessi kona gat æst sig mikið yfir engu. Þetta var bara lítill nefhringur. Sem meiddi mig reyndar ennþá mjög mikið. Ég heyrði að pabbi var að reyna að róa hana svo ég reyndi að einbeita mér að ljóðinu.

 

Fleira eftir sama höfund

Pabbi prófessor

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira

Aukaspyrna á Akureyri

Lesa meira