Beint í efni

Black Sky / Hús eru aldrei ein

Black Sky / Hús eru aldrei ein
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Þýðingar á ensku

Ljóð eftir Aðalstein Ásberg og ljósmyndir eftir Nökkva Elíasson. Bókin er á íslensku og ensku og er hún aukin og endurbætt útgáfa bókarinnar Eyðibýli / Abandoned Farms frá árinu 2004. Ljóðaþýðingar eru eftir Bernard Scudder og Aðalstein Ásberg.

Um bókina (úr inngangi):

Hér kemur fyrir sjónir endurskoðuð og aukin útgáfa af bókinni Eyðibýli / Abandoned Farms frá árinu 2004. Nú eins og þá er ekki ætlunin að birta tæmandi verk yfir eyðibýli á Íslandi en þó farið um víðan völl og reynt að gera öllum landsfjórðungum sæmileg skil. Talsvert viðamiklar breytingar hafa verið gerðar frá upphaflegu útgáfunni, myndum af einstökum bæjum hefur fjölgað og einnig ljóðum. Þá er farin sú leið að hafa verkið tvímála, en áður var um tvær samræmdar útgáfur að ræða.

Úr Hús eru aldrei ein:

Tákn

Hvernig sem heimurinn umturnast
koma fyrir augu myndir og tákn
sem hægt er að lesa úr orð
hvísla eða hrópa eftir atvikum.

Tveggja bursta bær og þústin dökka
þar sem áður stóð dálítil smiðja.

Skammt frá smiðjuhólnum
hefur einhver reist
svolítið krossmark
einsog til að minna á
að hérna sé ennþá tekið
á móti himnasendingum.

Skínandi ævintýri

Hún í pels, hann í grænni úlpu.
Eitthvað lostafullt við yfirgefið húsið
sem hlaut þó að vera fullt af draugum.
Bláhvítt tunglskinið og söngur
hafmeyjanna úti fyrir á meðan
þau afhjúpuðu sig hægt
innan hálfhruninna veggja.
Tilfinningin útilokaði allt
nema þau tvö í skínandi ævintýri.
Hún í selsham, hann á grænni treyju.

Tregahiminn

Blakkur himinn og hnjúkur
fjalls yfir djúpum dali.

Atburðir hverfa í gleymsku
andrá milli lífs og dauða.

Tunglið þokast um þumlung
tíminn mjakast fram.

Leiðin heim

Leiðin heim liggur ekki
eftir holóttum vegi
yfir horfna brú
eða brotna hliðgrind.

Leiðin liggur hiklaust
inn í hlýjar minningar
undir heygrænu þaki
bakvið bylgjótt gler
gegnum suð fiskiflugunnar
sem finnur á sé að þú
ert þegar kominn á sporið.

 

Fleira eftir sama höfund

Oro de serpientes

Lesa meira

Seikkailu metsässä

Lesa meira

Segðu mér og segðu...

Lesa meira

Dvärgstenen

Lesa meira

Sjálfsmyndir

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Álagaeldur

Lesa meira

Tryllespillet

Lesa meira