Beint í efni

Brúin yfir Dimmu

Brúin yfir Dimmu
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Barnabækur

Myndir : Halldór Baldursson

Um Brúna yfir Dimmu:

Á Stöpli undir Brúarsporði, við bakka hinnar voldugu Dimmu, hefur ævinlega allt verið með kyrrum kjörum. Þar, sem annars staðar í Mángalíu, búa vöðlungar í sátt og samlyndi; þeir fullorðnu sinna sínum störfum og smávöðlungar una sér í leik. En Kraka og Míríu þyrstir í ævintýri og dularfulli lykillinn sem þau veiða upp úr gruggugum hylnum undir Dunufossi setur svo spennandi atburðarás af stað. Ásamt Póa litla leggja þau af stað út í óvissuna, í ferð sem enginn veit hvernig endar. 

Úr Brúnni yfir Dimmu:

 Skyndilega heyrðist mikill hvinur yfir höfðum þeirra. Pói greip fyrir eyrun og byrjaði að vola. Kraki reyndi að sussa á hann. Hávaðinn jókst og varð að drunum einsog eitthvert óargadýr væri á ferð. Míría leit óttaslegin á Kraka. Eflaust voru þau bæði að hugsa það sama.
 - Er þetta ófreskjan? hljóðaði Pói með grátstafinn í kverkunum.
 Langt uppi yfir þeim birtist ótrúlega stór, silfurgljáandi fugl sem leið áfram án þess að blaka vængjunum. Það var hann sem gaf frá sér þessi ónotalegu hljóð. Míría vonaði að hann ætti ekki hreiður þarna í námunda við þau. Kraki sagði þeim að standa grafkyrr því fuglinn gæti verið í leit að æti. Þeim fannst jörðin titra og skjálfa. Fuglinn teygði fram álkuna og flaug hratt áfram. Eftir stutta stund hvarf hann úr augsýn og drunurnar dóu út.
 - Var þetta flugskrímsli eða fugl? spurði Pói æstur.
 - Ég veit það ekki, svaraði Kraki lágum rómi. – Ég hef aldrei áður séð svona ferlíki á flugi.
 - Hann hafði líka svo hátt, hvíslaði Míría. – Næstum jafnhátt og Dúndurfossinn stóri sem er hinum megin við Hulduheiðina.
 - Eigum við að snúa við? spurði Kraki.
 - Nei! sagði Pói. – Ég er hættur að vera hræddur.
 - Förum aðeins lengra, lagði Míría til.
 Þau héldu þegjandi áfram. Skógurinn var fyrst þéttur en gisnaði svo og þá sást meira af bláum himni. Eftir skamma stund hellti sólin geislum sínum yfir þau og þeim leið strax miklu betur.
 - Nú er gaman, sagði Pói. – Bráðum finnum við flugdrekann.

(s. 112)

Fleira eftir sama höfund

Álagaeldur

Lesa meira

Glerfjallið

Lesa meira

Draumkvæði

Lesa meira

Ferð undir fjögur augu

Lesa meira

Dvergasteinn

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Jarðljóð

Lesa meira

Tummalinnan Valot

Lesa meira

Segðu mér og segðu ...

Lesa meira