Ljóðasafn Fjölva ; 5. Myndir : Gunnar Árnason
Úr Förunótt:
Hús
Hús eru skringileg
handaverk mannanna.
Ég þekki hús,
hús eins og orð
í krossgátu,
sem enginn veit
hvort ráðin skal.
Og húsið er
fullt af mönnum,
þjáðum mönnum,
sem veröldin
vill ekki sjá.
Þessu húsi
vil ég gleyma
í dagsins önn,
en sú verður
ekki raunin.
Hugsun okkar
er líka hús,
dularfullt hús
með alls konar
skúmaskotum.
Á vissan hátt
erum við sjálf
einskonar hús,
lokuð og læst
einsog gengur.