Beint í efni

Bókasafn ömmu Huldar

Bókasafn ömmu Huldar
Höfundur
Þórarinn Leifsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn myndskreytti.

Um bókina:

Albertína býr í skrýtnum heimi. Þar finnast engar bækur og í skólanum lærir hún bara um vexti og lán. Internetið var bannað löngu áður en hún fæddist og hinn hræðilegi Gullbanki er langt kominn með að sölsa veröldina undir sig. Og svo byrjar fullorðna fólkið að hverfa. Dag einn birtist tröllkonan Huld með risastórt bókasafn og hættulega þekkingu. Ekkert verður sem fyrr.

Úr Bókasafni ömmu Huldar:

Fyrsta daginn í Gullbúrinu hafði Albertína lært að hlaupa upp stigana á milli hæða. Lyftan skildi mannamál. Hún átti að hlýða því sem var sagt við hana. Kannski vildi hún það bara ekki. Fór af stað með miklum látum en það var hrein tilviljun á hvaða hæð hún endaði. Í ofanálag var hver einasta hæð eins. Langir tómir gangar blöstu við þegar lyftuhurðirnar drógust til hliðar. Hvergi voru númer til að auðkenna hæðir og íbúðir. Heimsfrægi húsagerðarmeistarinn sem teiknaði Gullbúrið harðneitaði að merkja eitt né neitt. Þess vegna var auðveldara að nota bara stigana.

Þegar Albertína hljóp upp stigaganginn kviknuðu ljós sjálfkrafa og slokknuðu aftur þegar hún var komin fram hjá. Í fyrstu hafði hún gaman af þessu og reyndi að leika á ljósin með því að ganga aftur á bak eða renna sér niður handriðin á ofsahraða en hún komst fljótt að því að ljósin höfðu alltaf betur. Eða réttara sagt ósýnilegu, tölvustýrðu hreyfinemarnir sem pabbi hennar þreyttist seint á að lýsa fyrir henni hvernig virkuðu.

Gullbúrið var tíu hæða blokk með sex íbúðum á hverri hæð. Albertína hafði sé fréttamynd á flatskjánum um það hversu ægilega miklum peningum var kostaði til að byggja það. Sjálflýsandi múrklæðningin kostaði ein og sérj afn mikið og þúsund nýir bílar.

Þegar rökkva tók stafaði draugalegri birtu af hvítum veggjunum. Úr fjarlægð líktist byggingin risastórri beinagrind eða búri. Þess vegna var hún kölluð Gullbúrið.

Himinháir byggingarkranar gnæfðu yfir hverfinu, hreyfingarlausir eins og risar með lafandi handleggi. Ofan á þeim lágu hvítir boltar með jöfnu millibili. Þegar betur var að gáð sást að þetta voru mávar sem höfðu komið sér makindalega fyrir.

Það voru mörg hálfkláruð hús í hverfinu. Af einhverjum ástæðum höfðu framkvæmdir stöðvast. Örfáar blokkir voru tilbúnar en fáir bjuggu í þeim. Albertína og fjölskylda hennar voru til að mynda einu íbúarnir í Gullbúrinu. Þau bjuggu á þriðju hæð, annari íbúð til vinstri.

(29-30)

Fleira eftir sama höfund

Götumálarinn

Lesa meira

Loyndarmálið hjá pápa

Lesa meira

Hrekklaus fer á netið

Lesa meira

Kaldakol

Lesa meira
Út að drepa túrista

Út að drepa túrista

Glæpasaga úr heimi massatúrisma
Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál

Lesa meira

Maðurinn sem hataði börn

Lesa meira

Fars store hemmelighed

Lesa meira