Beint í efni

Alger steliþjófur!

Alger steliþjófur!
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn?

Úr bókinni

Áður en þau náðu að segja orð hafði flugmaðurinn stungið litlu styttunni í vasann og snúið sér við og svo gekk hann hratt til baka. Þegar hann kom að flugvélinni opnaði hann dyrnar, snéri sér svo við og veifaði krökkunum. Síðan sveiflaði hann sér inn í vélina og skömmu síðar var hreyfillinn ræstur. Flugvélin ók af stað eftir flugbrautinni, tókst á loft og flaug yfir vatnið og heiðina með hávaða. Krakkarnir voru svo hissa að þau sögðu ekki orð í langa stund. Þau horfðu bara á flugvélina hverfa í fjarska.

- Hann tók litla dótið, sagði Irma Lóa allt í einu og var greinilega frekar æst. Hann er algjör frekja þessi karl.

(s. 22)

 

Fleira eftir sama höfund

randalín og mundi : dagar í desember

Randalín og Mundi : Dagar í desember

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, . gera góðverk og óvart skemmdarverk.
Lesa meira

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Lesa meira

Mislæg gatnamót

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira