Beint í efni

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Randalín, Mundi og afturgöngurnar
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn M. Baldursson er myndhöfundur.

Um bókina

Er það satt að veitingahús í Reykjavík selji kattakjöt? Hver er dularfulla veran sem læðist úti að næturlagi? Er gaman að leika í kvikmynd og hvernig útvegar maður sér gripi í smámunasafn?

Bók fyrir 5 til 10 ára krakka.

Úr bókinni

   „Getum við fengið að horfa á hryllingsmynd?“ spurði Randalín pabba sinn. Randalín hafði aldrei fengið að horfa á hryllingsmynd en hana langaði mjög mikið til þess.
   „Veistu það, Randalín, að ég er með teiknimynd hérna sem ég held að ykkur muni finnast skemmtileg,“ sagði Konráð. „Hún heitir Martröð á jólanótt.“
   Hann setti myndina í gang. Innan skamms voru Randalín og Mundi á nálum af spenningi. Myndin fjallaði um Jóa Beinagrind sem var lifandi beinagrind og ægilegur hrekkjavökugaur í bæ sem hét Hrekkjavökubær. Jóa leiddist og fór í göngutúr og villtist inn í Jólabæ. Þar kynntist hann jólunum, rændi jólasveininn og gerði sjálfan sig að jólasveini og lenti síðan í alls konar ævintýrum. Krökkunum fannst margar skemmtilegar persónur í myndinni og frábær tónlist, en hún var líka svolítið hræðileg.
   Eftir að myndinni lauk tóku Randalín og Mundi röndóttu púðana úr stofusófanum og lögðu á gólfið í herbergi Randalínar. Þau náðu í lak sem þau breiddu yfir púðana og Randalín sótti kodda og sæng handa Munda. Mamma Munda hafði komið með náttföt og tannbursta handa honum og nú háttuðu þau sig og burstuðu tennurnar. Síðan skriðu þau í bólin sín en létu ljósaseríuna loga í glugganum.
   Randalín sofnaði á stundinni en Mundi lá glaðvakandi á sófapúðunum á gólfinu. Honum fannst skuggarnir á veggjunum í herbergi Randalínar svo einkennilegir. Það hvein í vindinum fyrir utan gluggann. Þegar Munda var farið að leiðast að liggja andvaka datt honum í hug að það væri kannski betra að slökkva á jólaseríunni. Ef til vill myndi hann sofna ef það væri ekki svona bjart í herberginu og ekki svona margir skrítnir skuggar á veggjunum og í loftinu. Hann læddist á fætur og gekk að glugganum. Neðarlega á veggnum til hliðar við gluggann var innstunga þar sem seríunni var stungið í samband. Hann togaði í snúruna og ljósin slokknuðu. Síðan leit hann aðeins út um gluggann. Það sem Mundi sá þar gerði hann algörlega stjarfan.

(s. 47-49)

 

 

Fleira eftir sama höfund

randalín og mundi : dagar í desember

Randalín og Mundi : Dagar í desember

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, . gera góðverk og óvart skemmdarverk.
Lesa meira
alger steliþjófur

Alger steliþjófur!

- Hann tók litla dótið, sagði Irma Lóa allt í einu og var greinilega frekar æst. Hann er algjör frekja þessi karl.
Lesa meira

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Lesa meira

Mislæg gatnamót

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira