Beint í efni

Velúr

Velúr
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar, en hún fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra. Ljóðin í Velúr fjalla flest um hvunndagslíf nútímafólks.

Úr bókinni

Engu að treysta

Það er ekki nokkur leið að stóla á ávexti.
Um leið og ég lít af mandarínunum byrja þær að mygla.
Og í skúffunni í ísskápnum lúrir sveppasjúkur laukur
hring eftir hring læðast gróin sem lita hann brúnan innan frá.

Það er ekki nokkur leið að stóla á ökumenn,
mér til skelfingar ekur bíll í öfuga átt eftir einstefnugötu.

Það er ekki hægt að stóla á fólk
sem sendir broskalla og hjörtu.

Það svarar ekki tölvupóstum fyrr en eftir dúk og disk
og hefur þá jafnvel ekki lesið skilaboðin
sem maður sendi því.

það er ekki óhætt að stóla á örugga tímabilið,
virkni lyfjanna eða guð og lukkuna.
Og fólkið sem fór í áfengismeðferð
er drafandi á börunum.

Það er hvorki hægt að stóla á veðrið, blómlaukana,
ávöxtun lífeyrissjóða, loforð stjórnmálamanna,
stjörnugjöf gagnrýnenda, síðasta söludag
né virkni sleipiefna.

 

Fleira eftir sama höfund

Horfið ekki í ljósið

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Lesa meira

Randalín og Mundi í Leynilundi

Lesa meira

Randalín og Mundi

Lesa meira

Leyndarmál annarra

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira