Beint í efni

Dagur kvennanna. Ástarsaga

Dagur kvennanna. Ástarsaga
Höfundur
Megas
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2010
Flokkur
Skáldsögur

Bókin, sem er nóvella í fjórum þáttum, er eftir þau Megas og Þórunni Valdimarsdóttur.

Af bókarkápu:

„Það er bara dagur í haustkvosinni, sem á sér einskis ills von. Í bænum er mildur mannaþefur, og blíða en ekki stríða í andblænum. Eins og lög gera ráð fyrir er dagurinn mannaður góðu hlutfalli bordýra og skordýra, karla og kvenna.


Dagurinn í haustkvosinni er Kvennafrídagurinn 24. október 1975. Clint Himinhrjóður Eastwood gengur sinn keika vanagang út úr Moggahöllinni og kinkar graðlega kolli til hverrar vanadísu er á vegi hans verður. Hann fylgist með 40.000 fótum og jafnmörgum brjóstum hópast angandi á Lækjartorg, ætlar inn á Hótel Borg og hittir dísina Máneyju í hringdyrunum, sem varðar eru af froski í einkennisklæðum:

„Hér er kvennafundur.


Handritið að þessari makalausu nóvellu hefur legið óútgefið í átján ár en lítur nú loks dagsins ljós.

Úr Degi kvennanna:

Á Hótel Borg er dans kvennanna í trylltum vitfirrtum algleymingi, þær hafa ölvast af hugmyndinni um takmarkalaust karlmennskuvald sitt, þær skynja sinn djúpa kvenlega dýrskraft, vald yfir eigin líkama, barna og karla, og dansa úti í alheiminum hönd í hönd og hug í hug. Brot úr ræðu berast milli himinhvela.
„Á eftir iðnbyltingu tækninnar kom iðnbylting hugarfarsins og loks hugarfars kvenna. Fyrst breyttist þjóðfélagið og þá verður öll skipan kven- og karlhlutverka að breytast. Iðnbyltingin var lengi að ólmast þar sem lætin voru mest áður en hún smaug hér inn í blíðan kvennageislabauginn.
Þær brosa og þykjast finna til blíðu sinnar. Auðvitað þurfa þær nýjan stað í nýju þjóðfélagi, en þær heyra ekki í fjallkonunni og systrum hennar í fornum klæðum sem vara við. Þær segja „uss, brjótið ekki eðlið í þessum látum og náttúrlegt jafnvægi sem tekið hefur árþúsundir að koma á. Auðvitað erum við sterkar og ægilegar og vald okkar algjört yfir því sem máli skiptir, yfir börnum í belg og á brjósti og alla tíð síðan, yfir bræðrum, feðrum og ástmönnum, en við höfum tamið okkur lymskulega framkvæmd. Þeir verða að fá sinn vettvang til að finna til mikilvægis síns, annars lyppast þeir niður og verða okkur ekki til nokkurs gagns. Þið getið stjórnað heilum ríkjum með niðurlúta karlmenn sem aðstoðarmenn, það hefur oft verið gert og verður oft gert. En uss, látið ekki svo illa, það er nóg pláss fyrir vald í öllum hvelum, og tónlist hvers hvels er heilög og fyllandi. Látið ekki auglýsingar og skrum um hvað sé fínasta valdið trylla ykkur og koma öllu úr jafnvægi. Brjótiði upp félagsskap þeirra beta-apanna, þar sem þeir vansælu ókynsælu karlar finna sér gleði, þá brotna lönd og bönd og brotna börn og mikil ótíð verður í heimi. Farið varlega, hvísla hin fornu kvenrögn.
(s. 44-45)


Fleira eftir sama höfund

Megas – textar 1966-2011

Lesa meira

Drög að sjálfsmorði

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Englaryk í tímaglasi

Lesa meira

Far ... þinn veg

Lesa meira

Fláa veröld

Lesa meira