Beint í efni

Dauðavegir

Dauðavegir
Höfundur
Sigurjón Magnússon
Útgefandi
Regnbogabækur
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Mind Tryst eftir Robyn Carr í íslenskri þýðingu Sigurjóns Magnússonar.

Úr Dauðavegum:

Sannleikurinn skiptir höfuðmáli. Ég lít svo á að undirrót illskunnar og glundroðans sé lygin. Og því skefjalausari sem lygin er þeim mun illviðráðanlegra verður það sem af henni hlýst. Ég hugleiði þetta meðan ég svipast um í húsinu mínu sem aldrei var innréttað til fulls; búslóðin er í ótal kössum sem bíða þess að vera fluttir á brott. Aftur. Ég hef búið hér í ár. Ár tók það lygina að hefja sig upp í það mannskaðaveldi að næstum hafði kostað mig lífið.

Í starfi mínu, sem er meðferð sifjamála, má búast við ýkjum. Ég er viðbúin takmarkalausri hlutdrægni. Skjólstæðingar mínir viðurkenni ekki að þeir finni til afbrýðisemi í garð makans fyrrverandi þegar þeir fara þess á leit að reglum um umráða- eða umgengnisrétt verði breytt. Og aldrei hef ég heyrt skjólstæðing viðurkenna að hann eða hún beiti barnið sitt ofbeldi. Stundum verð ég að treysta á það sem brjóstvitið segir mér.
(3)

Fleira eftir sama höfund

Góða nótt, Silja

Lesa meira

Borgir og eyðimerkur: Skáldsaga um Kristmann Guðmundsson

Lesa meira

Hér hlustar aldrei neinn

Lesa meira

Endimörk heimsins: frásögn hugsjónamanns

Lesa meira

Gaddavír

Lesa meira

God natt, Silja

Lesa meira

Morðingi um borð

Lesa meira

Sonnettan

Lesa meira

Útlagar

Lesa meira