Beint í efni

Útlagar

Útlagar
Höfundur
Sigurjón Magnússon
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Um miðjan sjötta áratuginn halda íslenskir sósíalistar til náms í Austur-Þýskalandi. Þar eystra bíður þeirra annar veruleiki en marga dreymir um. Einn þeirra dregst gegn vilja sínum inn í pólitískar væringar og verður ástfanginn af konu sem lífið hefur leikið grátt.

Þetta er dramatísk skáldsaga um leit ungs fólks að ást og sjálfstæði en dimmir skuggar hryllilegrar styrjaldar í Evrópu og hatrammra átaka á Íslandi leggjast yfir þá vegferð.

Úr Útlögum:

Jósef bregður þegar hann heyrir nafn sitt nefnt. Hann lítur til hliðar og sér þá að hans er beðið þarna á dauflýstum göngunum - en ekki af ungri og svarthærðri konu, eins og hann hefði svo sannarlega kosið, heldur af grannholda karlmanni í síðum ullarfrakka. Hann grunaði strax hvers eðlis erindið muni vera.
„Sæll, Bragi, segir hann og gengur að fatahenginu þar sem landi hans stendur. „Varstu að bíða eftir mér?
„Já, mér datt í hug að heilsa upp á þig, segir Bragi. „Það er orðið langt síðan við höfum séð þig.
Jósef jánkar en veitir orðalaginu athygli. Bragi segir ekki að það sé orðið langt síðan þeir tveir hafi sést - hann talar einnig fyrir munn annarra sem styrkir grunsemdir Jósefs. Hann tekur úlpuna af snaganum og flýtir sér í hana; það er kalt á göngunum, að minnsta kosti miðað við svækjuhitann niðri í hvelfingunni - útidyrnar frammi í holi standa opnar svo svalur febrúargjósturinn næðir um bygginguna. „Áttu við mig erindi? spyr hann.
„Já, segir Bragi. „Þú ert vonandi ekki upptekinn?
„Eiginlega er ég það. Jósef lítur á úrið sitt. „Er þetta áríðandi?
„Það fer nú eftir hvernig á það er litið, segir Bragi. „Ég hitti Halldór og Loft Óla í morgun og við spjölluðum lengi saman - meðal annars um þig. Þeir sögðust sakna vinar í stað.
„Nújæja, segir Jósef. „Hvað sögðu þeir um mig?
Bragi svarar ekki spurningunni. „Það hefur enginn okkar heyrt í þér lengi. Hvað veldur?
„Já, það er mikið rétt, segir Jósef fljótmæltur. „Við skulum endilega hittast við tækifæri. Við þurfum bara að finna tíma sem öllum hentar.
„Það var fundur í félaginu okkar um helgina. Sá tími hefði hentað ágætlega.
„Ég komst ekki.
Bragi tekur undir handlegginn á honum og leiðir hann fram ganginn. „Við ætlum að hittast í Hreiðrinu á eftir, segir hann lágmæltur. „Af hverju mætirðu ekki og gerir hreint fyrir þínum dyrum?
(s. 128-129)

Fleira eftir sama höfund

Góða nótt, Silja

Lesa meira

Borgir og eyðimerkur: Skáldsaga um Kristmann Guðmundsson

Lesa meira

Hér hlustar aldrei neinn

Lesa meira

Endimörk heimsins: frásögn hugsjónamanns

Lesa meira

Gaddavír

Lesa meira

God natt, Silja

Lesa meira

Dauðavegir

Lesa meira

Morðingi um borð

Lesa meira

Sonnettan

Lesa meira