Beint í efni

Gaddavír

Gaddavír
Höfundur
Sigurjón Magnússon
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Skáldsögur

Úr Gaddavír:

Fyrir flesta bændur hér um slóðir og aðra sem leið áttu um sveitina var það á þeim tíma næsta hversdagsleg sjón að sjá hann standa ásamt grimmum hundi við girðinguna syðst á landareign sinni og hafast ekki að. Hann hafði orðið afhuga vinnu eftir að hann komst undir mannahendur og kaus nú helst að drolla þarna með skepnunni; gott ef sumir hentu ekki gaman að honum, einkum þeir sem yngri voru. Þegar ekið var frameftir sást hann yfirleitt úr nokkrum fjarska, eða jafnskjótt og Grafarbærinn birtist norðanundir Múlanum, en á leiðinni innanað bar þetta að með mun skjótari hætti. Hann stóð líka alltaf nokkurn veginn á sama stað við girðinguna hver svo sem árstíðin var og nánast hverju sem viðraði, studdist fram á harðstrengdan vírinn eins og hann sæi illa frá sér en reyndi þó að glöggva sig á bílnum sem ók hjá í það og það sinnið. Og um sjálfan mig gegndi svipuðu máli og aðra; ég hafði enga hugmynd um hverju athæfið sætti þangað til Þrúður upplýsti mig um það á þessari títtnefndu árshátíð að hann héldi ekki aðeins um strenginn heldur um hárbeitta gaddana líka. Ég man að hún var afar hátt stemmd, sjálfsagt örvuð af söngnum og víninu, svo jafnvel þótt hún hefði eitt sinn áður vakið athygli mína á því sem enginn annar vissi um þennan mann þá tók ég hana mátulega alvarlega. En hún var alveg sannfærð; hún hefði gengið yfir holtið kvöld eitt og séð hvar blóðið úr höndunum á honum var storknað á vírnum.

(14-15)

Fleira eftir sama höfund

Góða nótt, Silja

Lesa meira

Borgir og eyðimerkur: Skáldsaga um Kristmann Guðmundsson

Lesa meira

Hér hlustar aldrei neinn

Lesa meira

Endimörk heimsins: frásögn hugsjónamanns

Lesa meira

God natt, Silja

Lesa meira

Dauðavegir

Lesa meira

Morðingi um borð

Lesa meira

Sonnettan

Lesa meira

Útlagar

Lesa meira