Beint í efni

Drög að sjálfsmorði

Drög að sjálfsmorði
Höfundur
Megas
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1979
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur


Tvöföld hljómleikaplata, hljóðrituð á tvennum tónleikum í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð þann 3. nóvember 1978.
Fyrst gefin út á vínyl af Iðunni 1979. Á geisladiskum 1997 og 2002 (Skífan).

Lagalisti:

01. Forleikur
02. Ef þú smælar framan í heiminn
03. Gleymdur tími
04. Grísalappalísa
05. Formsatriði var ekki fullnægt
06. Skríddu ofaní öskutunnuna
07. Þjóðvegaræningi á krossgötum
08. Fatamorgana á flæðiskerinu
09. Ekkert er útilokað - allt
10. Í skotgröfinni
11. Aðeins draumur aðeins
12. Ég horfi niður
13. Þegar lyfturnar í blokkinni bila
14. Ódisseifur snýr aftur
15. Pan & Pípan
16. Um ástir og örlög Eyjólfs bónda II: heim
17. Frægur sigur
18. Hvell-Geiri
19. Sláið hjartans hörpustrengi

Textabrot úr Drögum að sjálfsmorði:

Skríddu ofaní öskutunnuna
Heiðraði forstjóri í höllinni þinni
himinháu úr gleri og stáli og steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð forstjóri
við geðfargi geðfári geðfargi
þínu þungu:
     skríddu ofaní ösktunnuna
     afturábak með lafandi tungu

Heiðraði tollstjóri í hreiðrinu þínu
höggnu í gler og stál og steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð tollstjóri
við geðfargi geðfári geðfargi geðfári
þínu þungu:
     skríddu ofaní ösktunnuna
     afturábak með lafandi tungu
     Og sólin hún skein á skrúðið blómanna
     og skinnið svo mjúkt á stúlkunum ungu
     og fuglarnir á trjátoppana
     tylltu sér þöndu brjóst
     og sperrtu stél
     og sungu
     skríddu ofaní ösktunnuna
     afturábak með lafandi tungu

Fleira eftir sama höfund

Megas – textar 1966-2011

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Englaryk í tímaglasi

Lesa meira

Far ... þinn veg

Lesa meira

Fláa veröld

Lesa meira

Fram og aftur blindgötuna

Lesa meira