Beint í efni

Elías í Kanada

Elías í Kanada
Höfundur
Auður Haralds
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Brian Pilkington

Um bókina

Elías og foreldrar hans komust til Kanada. Það fannst Elíasi alveg merkilegt, eins og pabbi hans var seigur við að lenda í vandræðum á leiðinni.

Í Kanada var engin Magga móða og þar ríkti unaðslegur friður. Allavega fyrstu klukkutímana. Þá sprangar pabbi á svölunum á nærbuxunum og kynnist Ísabellu frá Rússlandi. Hún er hákarl, segir pabbi, dulbúinn sem fín frú.

Elías fer í könnunarferð út í skóg. Þar hittir hann indíánastrák og þeir skiptast á friðargjöfum. Gjöfin sem Elías fær er mjög lífleg og pabbi hans er lengi að ná sér. Þeir vinirnir veiða líka jólagjafir.

Það verður til þess að Magga móða skrifar bréf sem er svo æst að það spriklar í umslaginu. Magga vinnur líka í happdrættinu og hvað gerir hún við peningana? Kaupir farseðil til Kanada svo hún geti alið Elías upp.

En uppeldið fer fyrir lítið, því í Kanada fær Magga undarlegan sjúkdóm sem er bæði hollur og hressandi.

Úr bókinni

   Ég laumaðist til að gefa kettlingnum súpuna mína þegar enginn sá til. Stuttu seinna sá ég mömmu líta á pabba og hella síðan súpunni sinni í diskinn minn undir borðinu. Kettlingurinn lapti það líka og skreið svo upp í sófann við hliðina á mömmu. Þar lá hann og lét klappa sér á meðan hann fylgdist með pabba og súpunni hans. Það var alveg greinilegt að Dindin kunni miklu betur að meta þessa fínu súpu en við hin, því pabbi lauk ekki úr diskinum. Á endanum gat kötturinn ekki horft á þetta lengur. Hann hoppaði yfir á borðið og stakk sér næstum í diskinn hans pabba. Pabbi lét eins og hann tæki ekki eftir því.
   Hann hélt áfram að þykjast þegar kettlingurinn sleikti höndina á honum og klöngraðist yfir í kjöltuna á honum. Þar hringaði Dindin sig og fór að sofa. Við mamma litum hvort á annað og brostum. Pabbi var gjörsigraður.
   Við fórum snemma í rúmið og Dindin skjögraði fullur af súpu á eftir pabba og tróð sér upp í rúm til hans.
   "Farðu þarna, kattarafmán," tautaði pabbi nokkrum sinnum og stjakaði ofsalega laust við kettinum. "Mjá," sagði Dindin og sleikti höndina á honum. Pabbi ræskti sig og fór að sofa.
   Þetta var allt indælt og gott. En, eins og Magga móða segir, það skiptast á skin og skúrir. Næsta morgun kom skúr. Alveg ægilegur skúr.
   Það byrjaði á því að mamma öskraði upp yfir sig. Við pabbi rukum fram úr til að bjarga henni úr hættunni. Hún stóð á ganginum og hélt fast utan um sig og sloppinn og gargaði. Þegar hún sá okkur, benti hún í kringum sig og rak upp stuttar hryglur.
   Á veggjunum í ganginum og eldhúsinu mjökuðstu sniglarnir mínir upp og niður og þreifuðu fyrir sér með fálmurunum. Alveg hafði ég steingleymt þeim þegar ég kom heim kvöldið áður. Um nóttina höfðu þeir svo skriðið upp úr bakpokanum og voru ennþá að leita að góðum steini til að búa á.

(s. 46-47)

Fleira eftir sama höfund

hvað er drottinn að drolla?

Hvað er drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. 
Lesa meira
hlustið þér á mozart?

Hlustið þér á Mozart? Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn

Rósemi Lovísu verkar sem fyrirboði, gamla konan fær ónot í magann, hana langar ekki að heyra meira, en hún verður.
Lesa meira
litla rauðhærða stúlkan

Litla rauðhærða stúlkan

Hér er stutt saga af lítilli rauðhærðri stúlku sem skrifuð var af Auði Haralds í samstarfi við Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur sem er höfundur myndefnis.
Lesa meira
læknamafían

Læknamafían : Lítil pen bók

Mér líður eins og perlumóður, ég á að halda áfram að safna steinum.
Lesa meira
hvunndagshetjan

Hvunndagshetjan : Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn

Ég var orðin einstæð móðir án þess að taka eftir því.
Lesa meira
ung, há, feig og ljóshærð

Ung, há, feig og ljóshærð

Uss, það er enginn vandi að skrifa ástarsögu.
Lesa meira
Elías

Elías

Hún hafði náð í sérstaklega harðgert gaddavírsgarn og búið til eins konar húfu. Húfan var hauspoki með tveim hnappagötum fyrir augun.
Lesa meira
elías, magga og ræningjarnir

Elías, Magga og ræningjarnir

Bankastjórinn kom og ætlaði að þakka henni fyrir að bjarga bankanum og Magga skammaði hann bara fyrir að hafa svona banka þar sem fólk þyrfti að nota byssu til að fá afgreiðslu.
Lesa meira
elías á fullri ferð

Elías á fullri ferð

Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð, að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu með nokkuð grófum ráðum.
Lesa meira