Beint í efni

Litla rauðhærða stúlkan

Litla rauðhærða stúlkan
Höfundur
Auður Haralds
Útgefandi
Vigdís Hlíf Sigurðardóttir
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Barnabækur

Um bókina 

„Einu sinni var lítil stúlka. Hún var pínulítil stúlka, splunkuný, alveg ónotuð, nýfædd. Það var allt í lagi, einhvers staðar verða allir að byrja. Stúlkan var aðeins tíu merkur, eða jafn þung og kartöflupoki fyrir lítið heimili. Að öðru leyti líktist hún ekkert kartöflupoka. Hún var ekki í plasti, þó hún væri ný. Það þurfti ekki að fleygja neinu af henni, af því að hún var ekkert skemmd, annað en kartöflurnar.

Foreldrar litlu stúlkunnar voru líka nýir. Ekki splunkunýir eins og hún, bara nýir. Um morguninn voru þau maður sem flýtti sér í vinnuna og kona sem flýtti sér heim úr vinnunni, þau voru hjón sem fylgdust með fréttunum á flatskjá. Eftir hádegi voru þau allt í einu foreldrar.“

Hér er stutt saga af lítilli rauðhærðri stúlku sem skrifuð var af Auði Haralds í samstarfi við Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur sem er höfundur myndefnis.

Fleira eftir sama höfund

hvað er drottinn að drolla?

Hvað er drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. 
Lesa meira
hlustið þér á mozart?

Hlustið þér á Mozart? Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn

Rósemi Lovísu verkar sem fyrirboði, gamla konan fær ónot í magann, hana langar ekki að heyra meira, en hún verður.
Lesa meira
læknamafían

Læknamafían : Lítil pen bók

Mér líður eins og perlumóður, ég á að halda áfram að safna steinum.
Lesa meira
hvunndagshetjan

Hvunndagshetjan : Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn

Ég var orðin einstæð móðir án þess að taka eftir því.
Lesa meira
ung, há, feig og ljóshærð

Ung, há, feig og ljóshærð

Uss, það er enginn vandi að skrifa ástarsögu.
Lesa meira
Elías

Elías

Hún hafði náð í sérstaklega harðgert gaddavírsgarn og búið til eins konar húfu. Húfan var hauspoki með tveim hnappagötum fyrir augun.
Lesa meira
elías, magga og ræningjarnir

Elías, Magga og ræningjarnir

Bankastjórinn kom og ætlaði að þakka henni fyrir að bjarga bankanum og Magga skammaði hann bara fyrir að hafa svona banka þar sem fólk þyrfti að nota byssu til að fá afgreiðslu.
Lesa meira
elías í kanada

Elías í Kanada

Á veggjunum í ganginum og eldhúsinu mjökuðstu sniglarnir mínir upp og niður og þreifuðu fyrir sér með fálmurunum. Alveg hafði ég steingleymt þeim þegar ég kom heim kvöldið áður. Um nóttina höfðu þeir svo skriðið upp úr bakpokanum og voru ennþá að leita að góðum steini til að búa á.
Lesa meira
elías á fullri ferð

Elías á fullri ferð

Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð, að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu með nokkuð grófum ráðum.
Lesa meira