Beint í efni

Emil, Skundi og Gústi

Emil, Skundi og Gústi
Höfundur
Guðmundur Ólafsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Barnabækur

Úr Emil, Skundi og Gústi:

Þegar Emil kom aftur og ætlaði að fara að segja Gústa að nú yrði hann að koma sér heim, því mamma hans vissi ekkert hvar hann væri, kom Gústi gangandi hratt á móti honum.

- Hann er að fara! Fljótur, við megum ekki missa af honum!

Þeir fylgdu rauðhærða útilegumanninum eftir, þar sem hann slagaði áfram upp götuna. Hann fór sér hægt og nokkrum sinnum neyddist hann til að stansa og halla sér upp að húsvegg. Þar hengdi hann haus eins og hestur úti í vetrarbyl; svo rykkti hann höfðinu snögglega upp og leit fram fyrir sig eins og hann væri að taka stefnuna og druslaðist aftur af stað. Að lokum kom hann að hrörlegu bárujárnsklæddu húsi og þar staulaðist hann upp nokkrar tröppur. Þegar hann átti bara eftir eitt þrep steyptist hann á hausinn fram fyrir sig og lá eitt augnablik hreyfingarlaus á stigapallinum. Emil heyrði Gústa grípa andann á lofti við hlið sér. Hann leit á hann og sá að tárin runnu niður kinnar hans í stríðum straumum. Maðurinn bölvaði rámri röddu og staulaðist á fætur.

(s. 74)

Fleira eftir sama höfund

Klukkuþjófurinn klóki

Lesa meira

Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu

Lesa meira

Fader vår

Lesa meira

Emil og Skundi

Lesa meira

Emil og Skundi - allar sögurnar

Lesa meira

Emil og Skundi - Ævintýri með afa

Lesa meira

Heljarstökk afturábak

Lesa meira