Beint í efni

Endurfundir

Endurfundir
Höfundur
Einar Kárason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Smásögur


Úr Endurfundum
:

Snáfaðu Heim

Eins og við erum nú ólíkir menn og hver með sína dynti og sérvisku, eins og berlega hefur komið í ljós á tónleikaferðalögum með tilheyrandi fýluköstum og æsingi, þá hefur okkur alltaf gengið dásamlega vel að vinna saman í stúdíói. Þá leysist eitthvað úr læðingi, þá kviknar einhver sköpunargleði, okkur opnast æðar, öllum líður konunglega og tónlistin streymir fram. Ég hef aldrei skilið þetta almennilega, kannski aldrei haft tíma til að hugsa um það því að þetta hafa verið svo hektísk ár en ég hef tekið eftir því að margir sem hafa stúderað plöturnar okkar hafa einmitt fundið fyrir þessu; haft sérstaklega orð á því að það hljómi svo skýrt í gegn hvað við félagarnir höfum það gott saman við að hljóðrita tónlista; að samhljómurinn sé ekki bara músíkalskur heldur einnig innbyrðis í okkar hópi. Og þetta held ég að sé rétt.

(bls. 69)

Fleira eftir sama höfund

Jónsbók. Saga Jóns Ólafssonar athafnamanns

Lesa meira

Guldøen

Lesa meira

Gulleyjan

Lesa meira

Törichter Männer Rat

Lesa meira

Har sum djevlaoyggin dagar

Lesa meira

Söngur villiandarinnar og fleiri sögur

Lesa meira

Lykkens land : roman

Lesa meira

Loftræsting : farir mínar holóttar 1

Lesa meira