Beint í efni

Galdrabók Ellu Stínu : hjartasögur

Galdrabók Ellu Stínu : hjartasögur
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Viti menn
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Örsögur

2. útg. Mál og Menning

Úr Galdrabók Ellu Stínu:

Þriðji maðurinn

Tveir menn bjuggu í höfðinu á þriðja manninum. Hann þóttist vita hvað mennirnir hugsuðu og heyrði þá oft tala saman. Í höfði hans var vatn og mennirnir tveir sátu stundum sinn hvoru megin við vatnið á góðviðrisdögum og svo heyrðist skvamp þegar fiskur beit á og var dreginn á land. Þriðji maðurinn hló þá kampakátur og var kannski staddur í strætó og einhver ókunnugur leit á hann útundan sér. Hann beit á, sagði þriðji maðurinn til útskýringar. Þá var litið snöggt undan og horft út í hríðarkófið. En þriðji maðurinn brosti út að eyrum því að hann vissi sko hvað hann söng.

Innbrotsþjófurinn

Einu sinni var innbrotsþjófur sem alltaf var að brjótast inn og alltaf að vona að kona á rósóttum slopp myndi vakna upp og segja þegar hún sæi á honum angistarsvipinn: Ég veit að þú ert góður inn við beinið, greyið mitt. Og síðan myndi hún gefa honum mjólk að lepja úr skál.

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira