Beint í efni

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Viti menn
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Skáldsögur

Úr Hringavitleysusögu:

Í blöðunum um daginn var mynd af tólf manna stjórn sem hafði sett súkkulaðisjoppu á laggirnar í því skyni að bjarga þjóðarverðmætum. Það var verið að opna tilboð í ljósaskilti utaná sjoppuna þar sem skyldi standa píp'n'tíst eða gleymt'n'grafið. Sjoppan hafði fengist í kasti sem þekkt var frá aldaöðli og útheimti ekki annað en að gefa dauðann og djöfulinn í hvað sem var, æða beint af augum, rótast í hringi og liggja lamaður á eftir. Það var ekki fyrr en eftir á að það kom í ljós hverju hefði verið bjargað og á meðan stjórnin nuddaði burt stírurnar sá hún glitta í téða súkkulaðisjoppu og vildi tilkynna hvað fengist hafði upp úr krafsinu. Hún sat lafmóð við borðið, þótt í sömu andrá væri að renna yfir hana slen og doði.
 Bakhjarlarnir földu sig hinsvegar bak við gluggatjöldin, sennilega af einskærri hógværð. Vonir stóðu til að þjóðarverðmætin mundu lafa á næsta horni einsog venjulega þegar þeim er bjargað og hægt yrði að búa til lafafrakka. Stjórnin sagði að því hefði verið bjargað sem bjargað varð, og ekki allt farið fjandans til. Ekki það að stjórnin teldi það eftir sér að sækja það þangað, en þessi orð voru útgefin sem brandari stjórnarinnar í þetta sinn. Þetta var brandarastjórn og átti í mesta basli með að hafa stjórn á bröndurunum.

(s. 7-9)

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Íslands þúsund tár

Lesa meira