Um Gogga og Grjóna: vel í sveit settir
Myndskreytingar: Hallgrímur Helgason.
Úr Gogga og Grjóna: vel í sveit settir
-Jæja strákar, hér sjáiði dalinn ykkar! Innstidalur, fagur og frjór, sagði Ási-pabbi og strákamir vom ekki vissir á því hvort hann meinti þetta eða var bara að gantast. Hvernig líst ykkur á?
- Ja, líst manni ekki vel á allt í góðu veðri? svaraði Grjóni hugsi og þeir horfðu alveg stífir á dalinn sem kom æ betur í ljós.
Þeir höfðu kvatt Munda, Lísu, veghefilinn, klóakið og allt það klabberí tveim dögum áður og tekið strikið norður um Austfirðina og voru nú komnir alla leið í Innstadal, eða þangað sem ferðinni var alla tíð heitið. Fátt merkilegt hafði borið fyrir á leiðinni utan náttúr- lega fegurð landsins sem var óþrjótandi umræðu- og skoðunarefni fyrir fjögur galopin og forvitin augu. Reyndar var svo komið að Goggi var staðráðinn í því að verða jarðfræðingur með tíð og tíma en Grjóni var búinn að taka stefnuna á skrímslafræðin eftir að hafa þóst sjá Lagarfljótsorminn eftir langa störu. Honum var reyndar ekki trúað og þess vegna hafði hann atvinnumennsku í fótbolta til vara því sama kvöld hafði hann slegið í gegn í almennum fótboltaleik á tjaldstæðinu í Atlavík. En nú var allt þetta að baki og framundan var dalur drauma þeirra og/eða martraða.
Bíllinn hafði beygt af þjóðveginum við skilti sem á stóð. Innstidalur 415. Og þarna var hann. Staðurinn sem átti að verða heimili strákanna næstu þrjár vikurnar. Í augnablikinu var sólin það eina sem sást á himninum. Geislar hennar ultu niður hlíðina, stukku fram af veginum og rúlluðu svo niður í dalinn og yfir allt sem fyrir varð. Grasið bylgjaðist hægt á túnunum og eins og veifaði glaðlega til strákanna. Þó fannst Gogga einhver ógn eða feigð vera í þessari kveðju: Ha, ha, þið vitið ekki út í hvað þið eruð að fara . . . Kannski var það bara af því að grasið sjálft átti ekki langt líf fyrir höndum; brátt yrði það slegið, þurrkað, garðað og baggað. Rauðu þökin á bæjunum glömpuðu svo þau urðu logagyllt og þegar horft var yfir dalinn voru þau eins og jólasería dreifð um grænt teppi. Og áin rann eins og renningur um dalinn miðjan í oggulitlum bugðum og beygjum, silfurgrá eða logagyllt eftir því hvemig straumurinn stakk sér í sólargeislunum.
- Vá, fallegt maður, sagði Grjóni opinmynntur.
-Alveg rosalega, samsinnti Goggi með útsýnið í gleraugunum.
Þeir fylgdu ánni með augunum inn eftir öllum dalnum uns hún hvarf í örmjóu striki í hlíðum Gnípunnar og strákarnir vissu að það hlaut að vera fossinn á Gnípumýri. En þá ráku þeir augun í nokkuð sem kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu á þessum góðviðrisdegi. Þeir teygðu álkurnar fram. Fyrir ofan Gnípuna grúfði eina skýið sem sjáanlegt var í þessum landsfjórðungi. Það var kolsvart og greinilegt að rigningin steyptist úr því niður á fjallið og nánasta umhverfi þess. Og sem þeir störðu á þessa furðusýn sló eldingu niður úr skýinu og laust fjallið. Strákamir hentust til baka í aftursætinu. Og þá kom þmman. Brrr- rúúúmmmmm!
- Vó, hrópaði Goggi.
-Djísús, hrópaði Grjóni. Pabbi, mamma, sáuði þetta?
- Hvað Grjóni minn? spurði Nína.
- Eldinguna, það kom elding! belg og biðuðu strákarnir.
- Jájá, strákar mínir, auðvitað kom elding, sagði Asi og blikkaði Nínu. Þau höfðu ekkert séð.
Þetta var bara alveg eins og í Lukku-Láka bók eða Sval og Val eða eitthvað, hvíslaði Goggi og honum leist ekki á blikuna. Allsstaðar sól nema á staðnum sem þeir voru að fara á. Svona yrði þetta örugglega í allt sumar! Allar áhyggjur Gogga af komandi sveitadvöl bólgnuðu nú upp þannig að það sem áður hafði verið lítið hvítt áhyggjuský í huga hans varð nú ólgandi skýjabakki. Það fór ekki milli mála að það var rigning á Gnípumýri. Eina staðnum á öllu Norðurlandi. Goggi var orðinn svo kvíðinn að það kom móða á gleraugun hans. Þokumóða.
(47-9)