Beint í efni

Hingað og ekki lengra!

Hingað og ekki lengra!
Höfundar
Hildur Knútsdóttir,
 Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ungmennabækur

 

um bókina

Helga Valdís Árnadóttir myndlýsti.

Ef þið hafið aldrei skipulagt glæp og beðið í marga klukkutíma eftir því að foreldrarnir sofni til að geta laumast út og látið til skarar skríða getið þið ábyggilega ekki ímyndað ykkur hvernig tilfinningin er. Það er sko mun erfiðara en að bíða eftir jólunum. Þá hlakkar maður til einhvers. Það er þúsund sinnum verra að bíða eftir einhverju sem maður kvíðir fyrir.

Hingað og ekki lengra! fjallar um Vigdísi Fríðu og vinkonur hennar, þrettán ára stelpur sem láta ekki valta yfir sig. Glæpur kemur sannarlega við sögu en bókin er samt hryllilega fyndin.

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir hafa áður skrifað saman bækurnar um Dodda. Sú fyrri, Doddi – Bók sannleikans!, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.

 

úr bókinni

Mér hefur alltaf fundist gaman að byrja í skólanum á haustin. Því eins leið og ég er yfirleitt orðin á öllu saman á vorin, og eins gaman og það er að fara í sumarfrí, þá er alltaf eitthvað spennandi við að byrja aftur. Það er einhver kitlandi tilfinning sem fylgir því, full af möguleiku. Og mér finnst alltaf eins og næsta skólaár hljóti að verða miklu skemmtilegra en það liðna. ég elska hreinlega að byrja í skólanum. Tilfinning dofnar reyndar yfirleitt mjög fljótt þegar skólaárið er byrjað af alvöru og mér finnst ekki gaman að vakna á morgnana í myrkri.

En í haust þá hafði ég reyndar sérstaka ástæðu til að hlakka til: Ég var að byrja í áttunda bekk. Ég hef alltaf verið spennt fyrir krökkunum í unglingadeildini, þau eru svo fullorðinsleg að stundum finnst mér næstum því eins og þau séu bara hreinlega orðin fullorðin. Ég hef alltaf ímyndað mér að þau lifi mjög spennandi lífi; séu alltaf í partýum, kyssist, eignist kærustur og kærasta og fari í alvöru ástarsorg. Og ég get ekki beðið eftir því að verða ein af þeim

En því miður deildi Gerilaug vinkona mín ekki alveg tilfinningum mínum til haustsins. Hún var meira að segja búin að kvíða því mjög mikið að byrja í skólanum. Ástæðan er sú að Geirlaug stóð í miklum breytingum á sínu lífi í sumar og ég held að hún hafi verið mjög hrædd við viðbrögðin sem hún fengi þegar hún myndi byrja í skólanum. Geirlaug hefur ekki alltaf heitað Geirlaug, nafnið tók hún bara upp í júní, öll hin árin í lífi sínu, alveg fram að þessu, hefur hún nefnilega heitið Geir.

Við Geirlaug erum búnar að þekkjast lengur en ég og Rebekka, alveg síðan við vorum tveggja ára, við vorum á sama leikskóla. Við byrjuðum meira að segja í sömu vikunni, við vorum saman í aðlögun og við fórum strax að leika okkur saman og við höfum eiginlega ekki hætt því síðan. Eða jú, við erum náttúrleg að verða of þroskaðar fyrir að leika okkur, nú gerum við bara ýmislegt annað eins og að hanga saman, spjalla, hlæja, borða ís, horfa á Drag Race og fullt fleira.

Það eru kannski svona tvö ár síðan hún sagði mér frá því að hún væri í rauninni stelpa. Mér fannst það ekkert mál, enda vorum vi búnar að þekkjast svo lengi og hún var ekkert að breytast neitt mikið, hún er bara nákvæmlega sama skemmtilega manneskja og hún hefur alltaf verið, hún er bara komin með aðeins annan stíl og síðara hár. En í sumar þá ákvað hún að taka skrefið. Hún haf fullt af fötum sem hún átti til Rauða krossins og tilkynnti öllum í fjölskyldunni að nú héti hún Geirlaug. Hún var búin að vera mjög lengi að hugsa um nýja nafnið og ég fékk að hjálpa henni að velja, sem var mjög skemmtilegt. Tillagan mín: Hraundís Hríma, sem mér fannst alveg frábær, þótt ég segi sjálf frá, varð því miður ekki fyrir valinu, en við erum samt báðar hæstánægðar með Geirlaugarnafnið. Það er líka bónus að það er í höfuðið á langömmu hennar, sem dó rétt áður en hún fæddist og hún var í rauninni upphaflega skírð eftir. Hún var nefnilega búin að hafa smá áhyggjur af því hvað fjölskyldan hennar myndi segja, sérstaklega amma hennar og afi og einn mjög fordómafullur afabróðir hennar í Hafnarfirði, sem heitir Róbert, en þau tóku þessu ekkert illa, reyndar sagði frændinn við hana: "Í drottins nafni farðu nú ekki að breytast í einhverja sínöldrandi kellingarnorn," en svo hló hannb ara og klappaði henni á öxlina og gaf henni fimmþúsundkall. En hún hafði miklar áhyggjur af því hvað allir í skólanum myndu segja - og líka af því hvernig hún ætti að segja þeim þetta.

(s. 38-40)

Fleira eftir sama höfund

Vetrarfrí

Lesa meira

Doddi: bók sannleikans!

Lesa meira

Sláttur

Lesa meira

Doddi: ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Ljónið

Lesa meira

Spádómurinn

Lesa meira