Beint í efni

Hjartaborg

Hjartaborg
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Ljóð


Úr Hjartaborg
:

Leyndir þræðir

Undir gangstéttunum þræðir
sem tengja okkur saman
tryggðarböndin ekki lengur
jafn augljós en þó
svo áþreifanleg
þegar upp er grafið.
Hvíslandi raddir í jörðinni
moldugar, sandblautar orðsendingar
sem berast leifturhratt á milli.


Flæðarmál II

Hún gengur í svörtum sandinum, berfætt, hugsar um
marbendla og krossfiska, lætur hárið flaksast í vindinum, fyllir
lungun söltu sólskinslofti, er með hugann við hjartsláttinn,
brimið, þungan dyninn og hann, líka hann, sem gæti gengið á
land, glettinn og grár, til vað vefja hana slímköldum örmum.

Fleira eftir sama höfund

Álagaeldur

Lesa meira

Glerfjallið

Lesa meira

Draumkvæði

Lesa meira

Ferð undir fjögur augu

Lesa meira

Dvergasteinn

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Jarðljóð

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Tummalinnan Valot

Lesa meira