Beint í efni

Hlustaðu á ljósið

Hlustaðu á ljósið
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Úr Hlustaðu á ljósið

Við segjum út við hafsbrún
en á hafinu er engin brún
aðeins ógreinileg mörk
útsævar og himins
yst í fjarskanum
og veröldin er vatn
salt vatn
eins langt og augað eygir

Hafið er alltaf eins
og aldrei eins
Hafið breytist sífellt
til að verða aftur eins
og þó aldrei eins

___

Fossinn heldur áfram
að falla um sjálfan sig
án afláts
hrynjandi vatn
í hvítum streng

Á botni fossins
er fallið svo þungt
að vatnið þeytist
í þykkan úða
stígur til himins
í háum marglitum boga
til að snúa aftur
til upphafsins

Þú horfir og heyrir
stöðugan straum
blandast blóði þínu
uns straumurinn flæðir
um víðáttu vitundar þinnar

Þú hverfur í fossinn
fossinn hverfur í þig

(62-3)

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Niðjamálaráðuneytið

Lesa meira

Må vi få et barn Hr. minister: Ministeriet for befolkningskontrol

Lesa meira

Ný Jerúsalem

Lesa meira

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum

Lesa meira

Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu

Lesa meira

Saga leikrit ljóð

Lesa meira