Beint í efni

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ritstjórn / Umsjón útgáfu

Njörður hafði umsjón með útgáfunni og ritaði formála.

Úr formála:

Kveikjan að þessu riti var löngun til að kynnast af eigin raun, hvað Kristur hefði sagt sjálfur um hin ý msu fyrirbæri mannlegs lífs, það er að segja, hvað eftir Jesú er haft í guðspjöllunum. Því að eigin orð hans hafa því miður ekki varðveist eins og þau voru sögð, heldur verðum við að láta okkur nægja endursögn guðspjallamannanna.

Því hefur verið haldið fram, að um þessar mundir séu iðkaðar 57 mismunandi tegundir kristnidóms, og það hlýtur að vera mönnum nokkurt umhugsunarefni, hvernig í ósköpunum geti staðið á öllum þeim ágreiningi, sem komið hefur fram í tímans rás, og reistur er á ummælum eins og sama manns, Mannssonarins, eins og Jesús kallaði sig. Með því að leita uppi hans eigin orð er unnt að komast framhjá guðfræðilegum útskýringum og þeirri afstöðu, sem skapar ágreining. Þannig geta menn íhugað sjálfir ummæli hans og skilið eigin skilningi.

Það er síður en svo einfalt að finna í guðspjöllunum hvað Kristur boðaði um hin ýmsu efni. Menn verða að fletta fram og aftur til að komast að því, hvað hann vildi segja okkur um Guðs ríki, fyrirgefningu, synd og eilíft líf, svo að dæmi séu nefnd. Þetta er fyrirhafnarsamt og raunar nauðsynlegt að vinna skipulega til þess að safna slíkum ummælum á einn stað. Þannig varð til hugmyndin að þessu uppflettiriti, þar sem menn eiga að geta fundið allt, sem eftir Jesú er haft í guðspjöllunum, raðað skipulega í stafrófsröð eftir lykilorðum.

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Niðjamálaráðuneytið

Lesa meira

Må vi få et barn Hr. minister: Ministeriet for befolkningskontrol

Lesa meira

Ný Jerúsalem

Lesa meira

Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu

Lesa meira

Saga leikrit ljóð

Lesa meira

Tao te king: bókin um veginn og dyggðina

Lesa meira